Innlent

Skora á Snorra að gefa kost á sér

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Snorri Másson
Snorri Másson Vísir/Vilhelm

Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi.

Í ályktun stjórnar svæðisfélags Miðflokksmanna í Hafnarfirði segir að hún telji Snorra geta sameinað ferska sýn yngri kynslóðarinnar og þá reynslu sem fyrir er í forystu flokksins.

„Með því að stíga inn í þetta hlutverk myndi hann taka aukinn þátt í að leiða sókn Miðflokksins í íslenskum stjórnmálum á komandi árum,“

Mikið gustaði um Snorra nýlega eftir umdeilt viðtal í Kastljósi. Hann var sagður koma ruddalega fram og var gagnrýndur fyrir fordómafull og óvísindaleg sjónarmið.


Tengdar fréttir

Sótt að Snorra vegna fram­komu hans og forn­eskju­legra skoðana

Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni.

Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu

Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga í garð Snorra Mássonar og fjölskyldu hans. Það gera samtökin í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Fjallað var um það í morgun að sérsveit vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu hans í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×