Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. september 2025 15:31 Dómari sagði ákæruna reista á sandi í ansi afdráttarlausri uppkvaðningu. AP Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins. Liam Óg var ákærður fyrir brot á hryðjuverkalögum í Bretlandi í maí síðastliðnum. Hann var sakaður um að hafa veifað fána Hezbollah-samtakanna á tónleikum sveitarinnar í Lundúnum fyrir tæpu ári síðan. Hezbollah-liðar eru skilgreindir hryðjuverkamenn samkvæmt breska ríkinu og því ólöglegt að sýna þeim stuðning í orði og verki. Hann neitaði sök og bar við að hann hafi ekki vitað hvers fáni það hafi verið. Allir meðlimir sveitarinnar hafa ásamt ráðherrum í norður-írsku ríkisstjórninni og fleirum staðið fast á því að málsóknin væri tilraun til þöggunar á sjónarmiðum Kneecap-liða. Paul Goldspring dómari vísaði málinu frá í gærmorgun vegna tæknilegra galla í ákæru lögreglu. Hann sagði ákæruna ekki hafa verið gefna út innan tilskilins frest og væri því ógild. Leggja þarf fram ákæru innan sex mánaða firningarfrests en ákæran var lögð fram sex mánuðum og einum degi eftir meint brot. Liam Óg mætti í dómsal í fylgd lögmanns og foreldra sinna. Hann talaði írsku í dómsal og tjáði sig með aðstoð túlks. Rapparar og ráðherrar fagna Fyrir utan dómsalinn hafði mikill fjöldi stuðningsmanna Liams safnast saman og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk frjáls ferða sinna út úr dómsal. Hann ávarpaði mannskapinn. „Þetta ferli snerist aldrei um mig. Það var aldrei um neina röskun á almannaöryggi, það var aldrei um hryðjuverk, orð sem ríkisstjórnin ykkar notar til að smætta fólk sem þið kúgið. Það snerist allan tímann um Gasa, um það sem gerist vogir þú þér að láta í þér heyra. Tilraunir ykkar til þöggunar hafa brugðist vegna þess að við höfum á réttu að standa og þið röngu,“ sagði Liam Óg. Meðlimir Kneecap frá vinstri: DJ Próvaí, Móglaí Bap og hinn ákærði Mo Chara.AP Móglaí Bap, annar meðlimur sveitarinnar, ræddi við breska ríkisútvarpið í kjölfar frávísunarinnar. Hann sagðist í skýjunum með málalyktir. „Ég er ánægður að þetta sé búið, við getum talað um Palestínu og hætt að tala um Kneecap,“ sagði hann. Michelle O'Neill, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, fagnaði niðurstöðunni einnig. „Þessi ákæra var liður í skipulagðri tilraun til að þagga niður í þeim sem stíga fram og fordæma þjóðarmorð Ísraela á Gasa,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum. Ögrandi og hispurslausir málverndarsinnar Kneecap hafa vakið mikla athygli og mikið umtal frá því að þeir brutust fram á sjónarsviðið árið 2018 með laginu C.E.A.R.T.A sem fjallaði um rétt Íra til að nota móðurmál sitt í samskiptum við hið opinbera á ansi beinskeyttan hátt. Sagan segir að lagið hafi þeir samið í kjölfar þess að félagi þeirra hafi verið handtekinn fyrir að neita að tala ensku við lögreglumenn. Undirritaður ræddi við meðlimi Kneecap þegar þeir tróðu upp á Gauknum á vegum Iceland Airwaves um árið. Hér að neðan má lesa viðtalið. Fjölmiðlafár hefur einkennt sveitina fyrir hin ýmsu hneyksli. Þeir áttu til að mynda að koma fram á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest en ungverska ríkisstjórnin meinaði þeim aðgang að landinu. Í aðdraganda Glastonbury-hátíðarinnar frægu fyrr í ár gerði Keir Starmer, sjálfur forsætisráðherra Bretlands, framkomu þeirra að umtalsefni og sagði það óviðeigandi að þeir kæmu fram. Fyrr í sumar var fallið frá áformum um ákæru vegna ummæla sem þeir létu falla á fyrrnefndum tónleikum. Þeir eru miklir stuðningsmenn málstaðs Palestínumanna og er einnig gríðarlega annt um írskt móðurmál sitt, sem er keltneskt mál sem er í útrýmingarhættu vegna ágangs enskunnar og hungursneyðarinnar miklu á nýlendutímanum. Þegar þeir hófu fyrst útgáfustarfsemi sína var það algjör nýlunda að gera nútímatónlist á írsku máli. Þeir eru einnig miklir Íslandsvinir og hafa komið fram hér á landi. Allir eru þeir ástríðufullir fyrir baráttu smáþjóða og -málsamfélaga við að varðveita eða endurheimta mál sín. Norður-Írland Bretland Tónlist Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Liam Óg var ákærður fyrir brot á hryðjuverkalögum í Bretlandi í maí síðastliðnum. Hann var sakaður um að hafa veifað fána Hezbollah-samtakanna á tónleikum sveitarinnar í Lundúnum fyrir tæpu ári síðan. Hezbollah-liðar eru skilgreindir hryðjuverkamenn samkvæmt breska ríkinu og því ólöglegt að sýna þeim stuðning í orði og verki. Hann neitaði sök og bar við að hann hafi ekki vitað hvers fáni það hafi verið. Allir meðlimir sveitarinnar hafa ásamt ráðherrum í norður-írsku ríkisstjórninni og fleirum staðið fast á því að málsóknin væri tilraun til þöggunar á sjónarmiðum Kneecap-liða. Paul Goldspring dómari vísaði málinu frá í gærmorgun vegna tæknilegra galla í ákæru lögreglu. Hann sagði ákæruna ekki hafa verið gefna út innan tilskilins frest og væri því ógild. Leggja þarf fram ákæru innan sex mánaða firningarfrests en ákæran var lögð fram sex mánuðum og einum degi eftir meint brot. Liam Óg mætti í dómsal í fylgd lögmanns og foreldra sinna. Hann talaði írsku í dómsal og tjáði sig með aðstoð túlks. Rapparar og ráðherrar fagna Fyrir utan dómsalinn hafði mikill fjöldi stuðningsmanna Liams safnast saman og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk frjáls ferða sinna út úr dómsal. Hann ávarpaði mannskapinn. „Þetta ferli snerist aldrei um mig. Það var aldrei um neina röskun á almannaöryggi, það var aldrei um hryðjuverk, orð sem ríkisstjórnin ykkar notar til að smætta fólk sem þið kúgið. Það snerist allan tímann um Gasa, um það sem gerist vogir þú þér að láta í þér heyra. Tilraunir ykkar til þöggunar hafa brugðist vegna þess að við höfum á réttu að standa og þið röngu,“ sagði Liam Óg. Meðlimir Kneecap frá vinstri: DJ Próvaí, Móglaí Bap og hinn ákærði Mo Chara.AP Móglaí Bap, annar meðlimur sveitarinnar, ræddi við breska ríkisútvarpið í kjölfar frávísunarinnar. Hann sagðist í skýjunum með málalyktir. „Ég er ánægður að þetta sé búið, við getum talað um Palestínu og hætt að tala um Kneecap,“ sagði hann. Michelle O'Neill, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, fagnaði niðurstöðunni einnig. „Þessi ákæra var liður í skipulagðri tilraun til að þagga niður í þeim sem stíga fram og fordæma þjóðarmorð Ísraela á Gasa,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum. Ögrandi og hispurslausir málverndarsinnar Kneecap hafa vakið mikla athygli og mikið umtal frá því að þeir brutust fram á sjónarsviðið árið 2018 með laginu C.E.A.R.T.A sem fjallaði um rétt Íra til að nota móðurmál sitt í samskiptum við hið opinbera á ansi beinskeyttan hátt. Sagan segir að lagið hafi þeir samið í kjölfar þess að félagi þeirra hafi verið handtekinn fyrir að neita að tala ensku við lögreglumenn. Undirritaður ræddi við meðlimi Kneecap þegar þeir tróðu upp á Gauknum á vegum Iceland Airwaves um árið. Hér að neðan má lesa viðtalið. Fjölmiðlafár hefur einkennt sveitina fyrir hin ýmsu hneyksli. Þeir áttu til að mynda að koma fram á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest en ungverska ríkisstjórnin meinaði þeim aðgang að landinu. Í aðdraganda Glastonbury-hátíðarinnar frægu fyrr í ár gerði Keir Starmer, sjálfur forsætisráðherra Bretlands, framkomu þeirra að umtalsefni og sagði það óviðeigandi að þeir kæmu fram. Fyrr í sumar var fallið frá áformum um ákæru vegna ummæla sem þeir létu falla á fyrrnefndum tónleikum. Þeir eru miklir stuðningsmenn málstaðs Palestínumanna og er einnig gríðarlega annt um írskt móðurmál sitt, sem er keltneskt mál sem er í útrýmingarhættu vegna ágangs enskunnar og hungursneyðarinnar miklu á nýlendutímanum. Þegar þeir hófu fyrst útgáfustarfsemi sína var það algjör nýlunda að gera nútímatónlist á írsku máli. Þeir eru einnig miklir Íslandsvinir og hafa komið fram hér á landi. Allir eru þeir ástríðufullir fyrir baráttu smáþjóða og -málsamfélaga við að varðveita eða endurheimta mál sín.
Norður-Írland Bretland Tónlist Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira