Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 16:12 Lai Ching-te, forseti Taívan. Einn hinna dæmdu var aðstoðarmaður hans. Getty/Annabelle Chih Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta Taívan og þrír aðrir sem störfuðu fyrir stjórnarflokk landsins hafa verið dæmdir fyrir njósnir. Mennirnir eru sagðir hafa njósnað fyrir Kína og voru þeir dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsi. Einn mannanna starfaði í utanríkisráðuneyti Taívan, undir stjórn Joseph Wu, sem stýrir nú vörnum eyríkisins. Huang Chu-jung, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarfulltrúa Taipei, var einnig dæmdur fyrir njósnir en hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á átján ára dóm gegn honum, þar sem hann er sagður hafa leitt hópinn. Samkvæmt frétt BBC eru mennirnir sakaðir um að hafa njósnað fyrir Kínverja um langt skeið og að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum með kínverskum njósnurum. Huang sendi mennina út til að öðlast leynilegar upplýsingar sem hann sendi svo til Kína í dulkóðuðu formi með sérstökum hugbúnaði. Í staðinn fengu mennirnir greitt töluvert af peningum. Á undanförnum árum hafa margir háttsettir embættismenn í Taívan verið sakaðir um og dæmdir fyrir njósnir. Heita því að ná tökum á Taívan Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Fá tækni og þjálfun frá Rússum Sérfræðingar bresku hernaðarhugveitunnar Royal united services institute, sögðu frá því í skýrslu sem birt var í dag að ráðamenn í Rússlandi hafi selt Kínverjum tækni og sent þjálfara til Kína sem ætlað er að auðvelda þeim að ná tökum á Taívan. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI, sem byggir á gögnum frá bæði Rússlandi og Kína sem tölvuþrjótar komu höndum yfir, segir að tækni þessi og þjálfunin snúi að því að auðvelda Kínverjum að varpa bæði mönnum og bryndrekum úr lofti í fallhlífum. Þó hernaðargeta Kínverja hafi aukist til muna á undanförnum árum og þeir standi Rússum framar á flestum sviðum, hafa Rússar mun meiri reynslu af fallhlífarhernaði og tækni sem Kínverja skortir, samkvæmt skýrslu RUSI. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjar gætu náð tökum á flugvöllum í Taívan með fallhlífarhermönnum og þannig gætu þeir flutt mikinn fjölda hermanna og hergögn bakvið varnarlínur Taívana. Taívan Kína Tengdar fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Einn mannanna starfaði í utanríkisráðuneyti Taívan, undir stjórn Joseph Wu, sem stýrir nú vörnum eyríkisins. Huang Chu-jung, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarfulltrúa Taipei, var einnig dæmdur fyrir njósnir en hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á átján ára dóm gegn honum, þar sem hann er sagður hafa leitt hópinn. Samkvæmt frétt BBC eru mennirnir sakaðir um að hafa njósnað fyrir Kínverja um langt skeið og að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum með kínverskum njósnurum. Huang sendi mennina út til að öðlast leynilegar upplýsingar sem hann sendi svo til Kína í dulkóðuðu formi með sérstökum hugbúnaði. Í staðinn fengu mennirnir greitt töluvert af peningum. Á undanförnum árum hafa margir háttsettir embættismenn í Taívan verið sakaðir um og dæmdir fyrir njósnir. Heita því að ná tökum á Taívan Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Fá tækni og þjálfun frá Rússum Sérfræðingar bresku hernaðarhugveitunnar Royal united services institute, sögðu frá því í skýrslu sem birt var í dag að ráðamenn í Rússlandi hafi selt Kínverjum tækni og sent þjálfara til Kína sem ætlað er að auðvelda þeim að ná tökum á Taívan. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI, sem byggir á gögnum frá bæði Rússlandi og Kína sem tölvuþrjótar komu höndum yfir, segir að tækni þessi og þjálfunin snúi að því að auðvelda Kínverjum að varpa bæði mönnum og bryndrekum úr lofti í fallhlífum. Þó hernaðargeta Kínverja hafi aukist til muna á undanförnum árum og þeir standi Rússum framar á flestum sviðum, hafa Rússar mun meiri reynslu af fallhlífarhernaði og tækni sem Kínverja skortir, samkvæmt skýrslu RUSI. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjar gætu náð tökum á flugvöllum í Taívan með fallhlífarhermönnum og þannig gætu þeir flutt mikinn fjölda hermanna og hergögn bakvið varnarlínur Taívana.
Taívan Kína Tengdar fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20
Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32