„Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 14:38 Katrín Júlíusdóttir hefur skilið við stjórnmálin. Foreldrahlutverkið og bókaskrif eiga hug hennar allan. Vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif. Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“ Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“
Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira