Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 12:46 Þorsteinn Roy Jóhannsson var fyrstur Íslendinga í mark á HM í utanvegahlaupum. Mynd/Laugavegshlaupið Þorsteinn Roy Jóhannsson varð í 57. sæti á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í krefjandi aðstæðum á Spáni í dag, í 45 kílómetra hlaupi. Alls hlupu sjö íslenskir keppendur af stað í morgun, fjórir karlar og þrjár konur. Þorsteinn hljóp á 5:37:23 klukkutímum, í bröttum hlíðum og miklum hæðarbreytingum í Pýreneafjöllunum, og endaði um 55 mínútum á eftir sigurvegaranum. Hinn franski Frédéric Tranchand hljóp til sigurs á 4:42:10 og sló við þremur heimamönnum sem komu næstir á eftir honum. Tranchand var rúmum þremur mínútum á undan næsta manni, Manuel Merillas. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Þorsteinn var í 100. sæti við fyrsta tímatökusvæðið, eftir 6,6 kílómetra, en færði sig sífellt framar eftir því sem leið á hlaupið. Hann var í 70. sæti eftir 34,8 kílómetra og endaði eins og fyrr segir í 57. sæti. Fyrrverandi fótboltamaðurinn Halldór Hermann Jónsson er einnig kominn í mark og varð í 103. sæti á 6:06:13 klukkutímum. Grétar Örn Guðmundsson varð í 115. sæti á 6:13:51. Stefán Pálsson varð svo í 138. sæti á 6:50:50 klukkutímum. Alls lauk 171 keppandi hlaupinu en 27 urðu að hætta keppni. Hin sænska Tove Alexandersson fagnaði sigri í kvennaflokki á 5:04:20 og var með algjöra yfirburði, rúmum hálftíma á undan næstu konu sem var Sara Alonso. Anna Pálmadóttir varð í 67. sæti á 7:03:45 klukkutímum og Íris Anna Skúladóttir skammt þar á eftir, í 72. sæti á 7:11:59. Alls kláruðu 112 konur hlaupið en 50 urðu að hætta og var Elín Edda Sigurðardóttir þar á meðal en hún neyddist til að hætta snemma í hlaupinu. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Í fyrramálið keppa svo fimm Íslendingar í enn lengra hlaupi, eða 82 kílómetra hlaupi, og óhætt að segja að íslenski hópurinn sé sterkur. Hann skipa þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson og Sigurjón Ernir Sturluson. Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Þorsteinn hljóp á 5:37:23 klukkutímum, í bröttum hlíðum og miklum hæðarbreytingum í Pýreneafjöllunum, og endaði um 55 mínútum á eftir sigurvegaranum. Hinn franski Frédéric Tranchand hljóp til sigurs á 4:42:10 og sló við þremur heimamönnum sem komu næstir á eftir honum. Tranchand var rúmum þremur mínútum á undan næsta manni, Manuel Merillas. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Þorsteinn var í 100. sæti við fyrsta tímatökusvæðið, eftir 6,6 kílómetra, en færði sig sífellt framar eftir því sem leið á hlaupið. Hann var í 70. sæti eftir 34,8 kílómetra og endaði eins og fyrr segir í 57. sæti. Fyrrverandi fótboltamaðurinn Halldór Hermann Jónsson er einnig kominn í mark og varð í 103. sæti á 6:06:13 klukkutímum. Grétar Örn Guðmundsson varð í 115. sæti á 6:13:51. Stefán Pálsson varð svo í 138. sæti á 6:50:50 klukkutímum. Alls lauk 171 keppandi hlaupinu en 27 urðu að hætta keppni. Hin sænska Tove Alexandersson fagnaði sigri í kvennaflokki á 5:04:20 og var með algjöra yfirburði, rúmum hálftíma á undan næstu konu sem var Sara Alonso. Anna Pálmadóttir varð í 67. sæti á 7:03:45 klukkutímum og Íris Anna Skúladóttir skammt þar á eftir, í 72. sæti á 7:11:59. Alls kláruðu 112 konur hlaupið en 50 urðu að hætta og var Elín Edda Sigurðardóttir þar á meðal en hún neyddist til að hætta snemma í hlaupinu. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Í fyrramálið keppa svo fimm Íslendingar í enn lengra hlaupi, eða 82 kílómetra hlaupi, og óhætt að segja að íslenski hópurinn sé sterkur. Hann skipa þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson og Sigurjón Ernir Sturluson.
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira