Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 13:15 Blaine Milam var tekinn af lífi með banvænni sprautu. AP og Getty Bandarískur maður var í gær tekinn af lífi í Texas fyrir að myrða þrettán mánaða dóttur kærustu sinnar. Hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Huntsville um sautján árum eftir að hann framdi ódæðið. Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira