Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 15:01 Donald Trump með Gianni Infantino sem er forseti FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sem nú íhugar að setja Ísrael í algjört bann. Getty/Richard Sellers Framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, mun funda um það í næstu viku hvort að Ísrael verði sett í bann frá öllum keppnum á vegum sambandsins. Bandarísk stjórnvöld eru alfarið á móti banni. Eins og fjallað var um fyrr í þessari viku íhuga ráðamenn hjá UEFA að setja ísraelsk lið í bann frá alþjóðlegri keppni, vegna stríðsins á Gasa. Samkvæmt ísraelskum miðlum átti mögulega að fara fram atkvæðagreiðsla um þetta síðasta þriðjudag en forráðamenn ísraelska knattspyrnusambandsins róið að því öllum árum að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Breska blaðið The Times segir í dag að UEFA muni funda í næstu viku og að mikill meirihluti sé fyrir því innan framkvæmdastjórnarinnar að setja Ísraela í bann. Það gerist í kjölfar þess að nefnt á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði Ísrael stunda þjóðarmorð. Exclusive: UEFA set to take decision next week on suspending Israel - with large majority of executive committee and federations understood to be in favour of a ban. https://t.co/Qm7JPPHzfX— Martyn Ziegler (@martynziegler) September 25, 2025 Annar breskur miðill, Sky Sports, segir aftur á móti að Donald Trump Bandaríkjaforseti, og hans fólk, vinni að því að koma í veg fyrir bann. Hann vilji sjá Ísrael eiga möguleika á að komast á HM karla í Bandaríkjunu, Mexíkó og Kanada næsta sumar, en Ísrael er í baráttu við Ítalíu og Noreg í sínum riðli í undankeppninni. „Við munum klárlega reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að banna ísraelska landsliðinu að fara á HM,“ er haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Frá árinu 2023 hafa engir leikir á vegum UEFA farið fram í Ísrael en ísraelsk landslið og félagslið hafa hins vegar haldið sæti sínu í öllum keppnum, öfugt við Rússa eftir innrásina í Úkraínu. Ísraelsku liðin hafa hins vegar neyðst til að spila heimaleiki sína utan Ísraels, oft í Ungverjalandi. Næsti áætlaði landsleikur Ísraels er í Noregi 11. október. Norska knattspyrnusambandið hefur sagt að allur ágóði af miðasölu muni renna til Lækna án landamæra vegna vinnu þeirra á Gasa. HM 2026 í fótbolta Fótbolti UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Eins og fjallað var um fyrr í þessari viku íhuga ráðamenn hjá UEFA að setja ísraelsk lið í bann frá alþjóðlegri keppni, vegna stríðsins á Gasa. Samkvæmt ísraelskum miðlum átti mögulega að fara fram atkvæðagreiðsla um þetta síðasta þriðjudag en forráðamenn ísraelska knattspyrnusambandsins róið að því öllum árum að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Breska blaðið The Times segir í dag að UEFA muni funda í næstu viku og að mikill meirihluti sé fyrir því innan framkvæmdastjórnarinnar að setja Ísraela í bann. Það gerist í kjölfar þess að nefnt á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði Ísrael stunda þjóðarmorð. Exclusive: UEFA set to take decision next week on suspending Israel - with large majority of executive committee and federations understood to be in favour of a ban. https://t.co/Qm7JPPHzfX— Martyn Ziegler (@martynziegler) September 25, 2025 Annar breskur miðill, Sky Sports, segir aftur á móti að Donald Trump Bandaríkjaforseti, og hans fólk, vinni að því að koma í veg fyrir bann. Hann vilji sjá Ísrael eiga möguleika á að komast á HM karla í Bandaríkjunu, Mexíkó og Kanada næsta sumar, en Ísrael er í baráttu við Ítalíu og Noreg í sínum riðli í undankeppninni. „Við munum klárlega reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að banna ísraelska landsliðinu að fara á HM,“ er haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Frá árinu 2023 hafa engir leikir á vegum UEFA farið fram í Ísrael en ísraelsk landslið og félagslið hafa hins vegar haldið sæti sínu í öllum keppnum, öfugt við Rússa eftir innrásina í Úkraínu. Ísraelsku liðin hafa hins vegar neyðst til að spila heimaleiki sína utan Ísraels, oft í Ungverjalandi. Næsti áætlaði landsleikur Ísraels er í Noregi 11. október. Norska knattspyrnusambandið hefur sagt að allur ágóði af miðasölu muni renna til Lækna án landamæra vegna vinnu þeirra á Gasa.
HM 2026 í fótbolta Fótbolti UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira