Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 15:01 Donald Trump með Gianni Infantino sem er forseti FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sem nú íhugar að setja Ísrael í algjört bann. Getty/Richard Sellers Framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, mun funda um það í næstu viku hvort að Ísrael verði sett í bann frá öllum keppnum á vegum sambandsins. Bandarísk stjórnvöld eru alfarið á móti banni. Eins og fjallað var um fyrr í þessari viku íhuga ráðamenn hjá UEFA að setja ísraelsk lið í bann frá alþjóðlegri keppni, vegna stríðsins á Gasa. Samkvæmt ísraelskum miðlum átti mögulega að fara fram atkvæðagreiðsla um þetta síðasta þriðjudag en forráðamenn ísraelska knattspyrnusambandsins róið að því öllum árum að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Breska blaðið The Times segir í dag að UEFA muni funda í næstu viku og að mikill meirihluti sé fyrir því innan framkvæmdastjórnarinnar að setja Ísraela í bann. Það gerist í kjölfar þess að nefnt á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði Ísrael stunda þjóðarmorð. Exclusive: UEFA set to take decision next week on suspending Israel - with large majority of executive committee and federations understood to be in favour of a ban. https://t.co/Qm7JPPHzfX— Martyn Ziegler (@martynziegler) September 25, 2025 Annar breskur miðill, Sky Sports, segir aftur á móti að Donald Trump Bandaríkjaforseti, og hans fólk, vinni að því að koma í veg fyrir bann. Hann vilji sjá Ísrael eiga möguleika á að komast á HM karla í Bandaríkjunu, Mexíkó og Kanada næsta sumar, en Ísrael er í baráttu við Ítalíu og Noreg í sínum riðli í undankeppninni. „Við munum klárlega reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að banna ísraelska landsliðinu að fara á HM,“ er haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Frá árinu 2023 hafa engir leikir á vegum UEFA farið fram í Ísrael en ísraelsk landslið og félagslið hafa hins vegar haldið sæti sínu í öllum keppnum, öfugt við Rússa eftir innrásina í Úkraínu. Ísraelsku liðin hafa hins vegar neyðst til að spila heimaleiki sína utan Ísraels, oft í Ungverjalandi. Næsti áætlaði landsleikur Ísraels er í Noregi 11. október. Norska knattspyrnusambandið hefur sagt að allur ágóði af miðasölu muni renna til Lækna án landamæra vegna vinnu þeirra á Gasa. HM 2026 í fótbolta Fótbolti UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira
Eins og fjallað var um fyrr í þessari viku íhuga ráðamenn hjá UEFA að setja ísraelsk lið í bann frá alþjóðlegri keppni, vegna stríðsins á Gasa. Samkvæmt ísraelskum miðlum átti mögulega að fara fram atkvæðagreiðsla um þetta síðasta þriðjudag en forráðamenn ísraelska knattspyrnusambandsins róið að því öllum árum að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Breska blaðið The Times segir í dag að UEFA muni funda í næstu viku og að mikill meirihluti sé fyrir því innan framkvæmdastjórnarinnar að setja Ísraela í bann. Það gerist í kjölfar þess að nefnt á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði Ísrael stunda þjóðarmorð. Exclusive: UEFA set to take decision next week on suspending Israel - with large majority of executive committee and federations understood to be in favour of a ban. https://t.co/Qm7JPPHzfX— Martyn Ziegler (@martynziegler) September 25, 2025 Annar breskur miðill, Sky Sports, segir aftur á móti að Donald Trump Bandaríkjaforseti, og hans fólk, vinni að því að koma í veg fyrir bann. Hann vilji sjá Ísrael eiga möguleika á að komast á HM karla í Bandaríkjunu, Mexíkó og Kanada næsta sumar, en Ísrael er í baráttu við Ítalíu og Noreg í sínum riðli í undankeppninni. „Við munum klárlega reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að banna ísraelska landsliðinu að fara á HM,“ er haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Frá árinu 2023 hafa engir leikir á vegum UEFA farið fram í Ísrael en ísraelsk landslið og félagslið hafa hins vegar haldið sæti sínu í öllum keppnum, öfugt við Rússa eftir innrásina í Úkraínu. Ísraelsku liðin hafa hins vegar neyðst til að spila heimaleiki sína utan Ísraels, oft í Ungverjalandi. Næsti áætlaði landsleikur Ísraels er í Noregi 11. október. Norska knattspyrnusambandið hefur sagt að allur ágóði af miðasölu muni renna til Lækna án landamæra vegna vinnu þeirra á Gasa.
HM 2026 í fótbolta Fótbolti UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn