Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar 25. september 2025 09:02 Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum. Þetta er meðvituð aðferð, sérstaklega gerð til þess að toga ungmenni inn í heim veðmála þar sem raunverulegir peningar umbreytast í sýndarmynt sem gerir það auðveldara að gleyma hvað er í húfi. Börn veðja fyrir hundruð milljóna króna Á málþingi íþróttahreyfingarinnar, sem haldið var í vor, kom fram hjá fulltrúa Íslandsbanka að velta á kortum íslenskra barna á veðmálasíðum fimmfaldaðist hjá þeim á milli áranna 2023-2024. Í því ljósi ákvað bankinn að bregðast við með því að loka á viðskipti barna við veðmálasíður og fjárhættuspil. Þetta var einföld en árangursrík aðgerð. Ef bankinn hefði setið aðgerðalaus hjá, mætti gera ráð fyrir því að árið 2025 hefðu börn undir 18 ára verið að stunda veðmál fyrir um 250 milljónir króna hjá þessum eina banka. Að teknu tilliti til markaðshlutdeildar má leiða út að heildarfjárhæðin hefði getað orðið 750–800 milljónir íslenskra króna. Þessar tölur eru sláandi, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýna að snemmbúin kynni barna af fjárhættuspilum auka verulega líkur á fíkn, þunglyndi og félagslegum vandamálum. Það er hægt að bregðast við Þetta sýnir að þegar viljinn er fyrir hendi er hægt að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum veðmálum. Það er þvert á það sem margir hafa haldið fram: Að „ekki sé hægt að stöðva ólöglega starfsemi á netinu.“ Dæmið sýnir að með markvissum inngripum er alveg hægt að loka á rásir sem annars væru notaðar af börnum. Auðvitað er þetta aðeins eitt skref. Netið er alþjóðlegt og á hverjum degi spretta upp nýjar síður sem sniðganga reglur. En þetta skref virkaði. Stóra spurningin sem eftir stendur er: Ef hægt er að loka á veðmál barna með tiltölulega einföldum hætti, hvers vegna er þá ekki gripið til samskonar aðgerða gegn ólöglegri veðmála- og fjárhættuspilastarfsemi almennt? Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum Fjárhættuspil eru nefnilega ekki bara skaðleg þegar börn eiga í hlut, heldur líka fyrir fullorðið fólk. Það er eitt að geta tekið þátt í getraunaleikjum þar sem takmarkanir eru settar í þágu velferðar þátttakanda. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðmál séu ekki ávanabindandi. Aftur á móti er ótakmarkað aðgengi að íþróttaveðmálum og fjárhættuspilum, m.a. í svokölluðum "Online Casino", verulega ávanabindandi. Það er þessi veðmálastarfsemi sem veldur fjölda fólks fjárhagsvanda, kvíða, þunglyndi og fjölskylduerfiðleikum. Um veðmálastarfsemi gilda sérstök lög og reglur á Íslandi. Með þeim var tekin ákvörðun um að takmarka aðgengi og útbreiðslu slíkrar starfsemi og um leið er kveðið á um eftirlit sem slík starfsemi lýtur. Ólöglegar veðmálasíður eru sérlega varasamar þar sem þær lúta engri ábyrgð eða eftirliti eins og gildir um þá aðila sem starfsleyfi hafa hér á landi samkvæmt lögum. Þess vegna er mikilvægt að íslenskum lögum sé fylgt eftir og að lokað verði á allar ólöglegar veðmálasíður á Íslandi, ekki aðeins þær sem beinast að börnum. Sérstaklega er þó mikilvægt þegar börn eiga í hlut að samfélagið bregðist hratt og ákveðið við. Því hvet ég þær fjármálastofnanir sem ekki hafa gripið til framangreindra aðgerða að huga að því strax. Jafnframt ættu stjórnvöld og eftirlitsaðilar að taka höndum saman og framfylgja þeim samfélagssáttmála sem fram kemur í lögum og loka á ólöglega starfsemi. Höfundur er formaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum. Þetta er meðvituð aðferð, sérstaklega gerð til þess að toga ungmenni inn í heim veðmála þar sem raunverulegir peningar umbreytast í sýndarmynt sem gerir það auðveldara að gleyma hvað er í húfi. Börn veðja fyrir hundruð milljóna króna Á málþingi íþróttahreyfingarinnar, sem haldið var í vor, kom fram hjá fulltrúa Íslandsbanka að velta á kortum íslenskra barna á veðmálasíðum fimmfaldaðist hjá þeim á milli áranna 2023-2024. Í því ljósi ákvað bankinn að bregðast við með því að loka á viðskipti barna við veðmálasíður og fjárhættuspil. Þetta var einföld en árangursrík aðgerð. Ef bankinn hefði setið aðgerðalaus hjá, mætti gera ráð fyrir því að árið 2025 hefðu börn undir 18 ára verið að stunda veðmál fyrir um 250 milljónir króna hjá þessum eina banka. Að teknu tilliti til markaðshlutdeildar má leiða út að heildarfjárhæðin hefði getað orðið 750–800 milljónir íslenskra króna. Þessar tölur eru sláandi, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýna að snemmbúin kynni barna af fjárhættuspilum auka verulega líkur á fíkn, þunglyndi og félagslegum vandamálum. Það er hægt að bregðast við Þetta sýnir að þegar viljinn er fyrir hendi er hægt að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum veðmálum. Það er þvert á það sem margir hafa haldið fram: Að „ekki sé hægt að stöðva ólöglega starfsemi á netinu.“ Dæmið sýnir að með markvissum inngripum er alveg hægt að loka á rásir sem annars væru notaðar af börnum. Auðvitað er þetta aðeins eitt skref. Netið er alþjóðlegt og á hverjum degi spretta upp nýjar síður sem sniðganga reglur. En þetta skref virkaði. Stóra spurningin sem eftir stendur er: Ef hægt er að loka á veðmál barna með tiltölulega einföldum hætti, hvers vegna er þá ekki gripið til samskonar aðgerða gegn ólöglegri veðmála- og fjárhættuspilastarfsemi almennt? Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum Fjárhættuspil eru nefnilega ekki bara skaðleg þegar börn eiga í hlut, heldur líka fyrir fullorðið fólk. Það er eitt að geta tekið þátt í getraunaleikjum þar sem takmarkanir eru settar í þágu velferðar þátttakanda. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðmál séu ekki ávanabindandi. Aftur á móti er ótakmarkað aðgengi að íþróttaveðmálum og fjárhættuspilum, m.a. í svokölluðum "Online Casino", verulega ávanabindandi. Það er þessi veðmálastarfsemi sem veldur fjölda fólks fjárhagsvanda, kvíða, þunglyndi og fjölskylduerfiðleikum. Um veðmálastarfsemi gilda sérstök lög og reglur á Íslandi. Með þeim var tekin ákvörðun um að takmarka aðgengi og útbreiðslu slíkrar starfsemi og um leið er kveðið á um eftirlit sem slík starfsemi lýtur. Ólöglegar veðmálasíður eru sérlega varasamar þar sem þær lúta engri ábyrgð eða eftirliti eins og gildir um þá aðila sem starfsleyfi hafa hér á landi samkvæmt lögum. Þess vegna er mikilvægt að íslenskum lögum sé fylgt eftir og að lokað verði á allar ólöglegar veðmálasíður á Íslandi, ekki aðeins þær sem beinast að börnum. Sérstaklega er þó mikilvægt þegar börn eiga í hlut að samfélagið bregðist hratt og ákveðið við. Því hvet ég þær fjármálastofnanir sem ekki hafa gripið til framangreindra aðgerða að huga að því strax. Jafnframt ættu stjórnvöld og eftirlitsaðilar að taka höndum saman og framfylgja þeim samfélagssáttmála sem fram kemur í lögum og loka á ólöglega starfsemi. Höfundur er formaður UMFÍ.
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun