Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 06:01 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir alrangt að hótanir í garð fyrrverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans hafi ekki verið teknar alvarlega. Hún geti ekki svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins, en geti sér til um það að framkoma hans og ummæli sem hann hefur látið falla kunni að skýra hvers vegna hann hafi ekki fengið símtöl frá fyrrum samstarfsfólki sínu eftir að hann lét af störfum. Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira