Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 06:01 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm/arnar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir alrangt að hótanir í garð fyrrverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans hafi ekki verið teknar alvarlega. Hún geti ekki svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins, en geti sér til um það að framkoma hans og ummæli sem hann hefur látið falla kunni að skýra hvers vegna hann hafi ekki fengið símtöl frá fyrrum samstarfsfólki sínu eftir að hann lét af störfum. Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Þetta segir Sigríður í svari til fréttastofu þar sem hún bregst við ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, lét falla í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku. Helgi Magnús sagði meðal annars í viðtalinu að eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohamad Kourani hafi honum þótt yfirmaður sinn gera frekar lítið úr málinu heldur en að taka hótununum alvarlega. Í skriflegu svari ríkissaksóknara til Vísis segir Sigríður „alrangt“ að hótanir í garð Helga hafi ekki verið teknar alvarlega. „Ég hef áður gert grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi, sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð þáverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans, og var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum. Helga Magnúsi er vel kunnugt um í hverju þær ráðstafanir fólust. Til hvers hann ætlaðist af ríkissaksóknara umfram það er mér hulið,“ segir Sigríður. Samstarfsfólki hafi ekki þótt hegðunin sæmandi Innt eftir viðbrögðum við ummælum Helga þar sem hann gefur í skyn að fyrrverandi samstarfsfólk hans hafi snúið við honum bakinu og fylkt sér í lið með Sigríði segist hún ekki getað svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins. Hún geti þó upplýst að starfsfólki innan embættisins hafi „lengi verið misboðið með hvaða hætti fyrrverandi vararíkissaksóknari tjáði sig“, bæði innan vinnustaðarins og utan. „Þótti starfsmönnum þessi framkoma hans ekki sæmandi manni í hans stöðu, hvorki sem ákæranda né yfirmanns á vinnustað, auk þess sem framkoma hans skapaði óöryggi og vanlíðan hjá sumum starfsmönnum sem forðuðust samskipti við hann. Þá veit ég að starfsmönnum blöskraði tjáning Helga Magnúsar Gunnarssonar um ríkissaksóknara, í kjölfar þess að ríkissaksóknari vísaði máli hans til dómsmálaráðherra í lok júlí 2024. Ég get mér þess til að þessi atriði hafi haft eitthvað um það að segja að starfsmenn hringdu ekki í Helga,“ segir Sigríður, sem að öðru leyti vísar til fyrri yfirlýsingar embættisins vegna málsins. Sér ekki eftir ummælum Í viðtalinu við Helga í síðustu viku sagðist hann ekki sjá eftir neinum ummælum sem hann hafi látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því,“ sagði Helgi. „Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mál Mohamad Kourani Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira