„Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. september 2025 07:03 Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Strategíu er ein þeirra sem notar gervigreindina mjög mikið í sínu starfi. Enda er gervigreindin löngu orðin eins og aðstoðarmaðurinn hennar og ljóst í spjallinu að meira samstarf er meira að segja framundan hjá Guðrúnu og AI ChatGpt. Vísir/Anton Brink „Í raun er þetta svakalegur viðbótarkraftur sem maður fær í vinnuna sína, ef gervigreindin er nýtt á réttan hátt. Sjálf hef ég fengið miklu meiri dýnamík í vinnuna miðað við það sem ég hefði áður þorað að vona,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Strategíu. Sem er ein þeirra sem nú þegar notar gervigreindina í mjög miklu mæli í vinnu. „En maður verður alltaf að líta á gervigreindina eins og starfsmann í þjálfun. Nota hyggjuvitið og almenna skynsemi og vera gagnrýnin á það sem hún gerir fyrir okkur.“ Guðrún segir líka mikilvægt að vera vakandi yfir því hversu hröð þróunin er. „Það sem gervigreindin gat ekki gert fyrir þig í gær, er alveg möguleiki á að hún geti gert fyrir þig á morgun eða í næstu viku. Þú þarft alltaf að vera að prófa þig áfram og athuga hvað hún getur, þróunin er einfaldlega svo ör,“ segir Guðrún og bætir við: ,,Fyrir mig er hún að minnsta kosti fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag fáum við fullt af góðum ráðum og hugmyndum um það, hvernig við getum notað gervigreindina í vinnunni. Launalausi aðstoðarmaðurinn Guðrún starfar sem stjórnendaráðgjafi og hefur um árabil sérhæft sig í stefnumótun með fyrirtækjum, sveitafélögum og stofnunum. Hún segir notkun gervigreindarinnar ekki aðeins nýtast sér vel, heldur líka viðskiptavinunum hennar. „Ég nýti gervigreindina mjög mikið í alls kyns úrvinnslu sem áður tók mig langan tíma. Þessi tímasparnaður gerir það ekki aðeins að verkum að ég geti nýtt tímann minn meira í annað, heldur sparar hann viðskiptavinum mínum líka töluverðan kostnað.“ Dæmi um verkefni sem Guðrún biður gervigreindina um að gera er til dæmis að vinna úr gögnum af vinnustofum, draga gögnin saman, gera drög að stefnu eða búa til drög að myndrænni framsetningu. „Eins líka að flokka fyrir mig gögn og þá fæ ég jafnvel enn fleiri víddir en áður. Því eitt af því sem gervigreindin er góð í er að benda okkur á fleiri sjónarhorn eða víddir. Eitthvað sem gæti tekið okkur langan tíma að vinna en hún getur gert á augabragði.“ Guðrún notar AI ChatGpt og segist enn sem komið er, ekki hafa kynnt sér aðrar tegundir. Sem allar eiga það þó sameiginlegt að mestu máli skiptir að vanda sig við það sem þú setur inn eða biður gervigreindina um. „Eitt af því sem maður hefur lært er að ef þú vandar þig ekki og matar gervigreindina með hálfgerðu rusli, færðu rusl til baka. Fyrirmælin þurfa að vera mjög skýr: Hvað á gervigreindin að gera fyrir þig nákvæmlega? Hvaða gögn má hún nota og hvaða gögn ekki,“ nefnir Guðrún sem dæmi og bætir öðru góðu ráði við líka: „Fólk þarf líka að hreinsa gögnin áður en unnið er með þau. Ég gerði það ekki fyrst en hef lært á þessu rúma ári sem ég hef notað gervigreindina í vinnu, að það að hreinsa gögnin er jafn mikilvægt og að vera skýr í fyrirmælum. Annars er hætta á að hún ruglist eða styðjist við gögn eða fyrirmæli frá þér sem eiga ekki við.“ Guðrún segir eitt af því sem sé líka svo gott við þennan launalausa aðstoðarmann er að gervigreindin lærir að þekkja okkur. Hún er farin að þekkja mig nokkuð vel; Veit hvað ég vil og hverjar mínar áherslur eru í vinnunni eða verkefnaskilum. Ég hef líka vanið mig á að tala við hana á ákveðin hátt. Þakka til dæmis alltaf fyrir þegar hún lýkur verkefni. Þetta er því orðið nokkurs konar samtalsform á milli mín og hennar; Ekkert ólíkt því og að tala við manneskju.“ Gervigreindin og vinnustofur Guðrún segir eitt af því sem sé svo auðvelt og gott við gervigreindina, sé það hversu auðvelt það er að biðja hana um að endurvinna hlutina, betrumbæta eða gera eitthvað upp á nýtt. Eitthvað sem væri mjög tímafrekt fyrir okkur mannfólkið. Segjum sem svo að það bætist við einhver gögn eða þú bætir einhverju atriði við eða áherslu. Þá getur þú einfaldlega sagt: Viltu endurvinna þetta verkefni með tilliti til þess hverju hefur verið bætt við.“ Sem gervigreindin gerir þá á augabragði. En þótt gervigreindin geti margt, getur hún alls ekki allt það sem mannfólkið getur. „Það myndi ekki hvarfla að mér að nota gervigreindina í staðinn fyrir vinnustofur með starfsfólki þeirra viðskiptavina sem ég er að vinna með. Því þetta mannlega innsæi sem við búum yfir, ræður gervigreindin ekkert við. Fólk kann til dæmis að lesa í aðstæður og umhverfi sem gervigreindin kann ekki, allavega ekki enn sem komið er. Á vinnustofum er fólk í hópum að ræða sig niður á einhverja niðurstöðu og það sem kemur út úr því, er einfaldlega eitthvað sem gervigreindin getur seint lært,“ segir Guðrún en bætir við: „Hins vegar nýti ég gervigreindina í auknum mæli á þessum vinnustofum. Tek kannski myndir af því sem fólk hefur skrifað niður á blöð eða miða og bið hana um að vinna úr gögnunum.“ Þar hafi hún til dæmis lært að gervigreindin ræður ekki við að lesa úr of smáu letri á litlum minnismiðum. En kannski er hún búin að læra það núna? „Þetta er samt gott dæmi um eitthvað sem ég sjálf þarf að vera vakandi yfir og prófa reglulega. Því þótt hún ráði ekki við þetta í dag er ekkert sem segir að hún gæti það ekki allt í einu á morgun eða hinn.“ En hvernig upplifir þú stöðuna á þekkingu eða notkun starfsfólks vinnustaða á gervigreind? „Fólk virðist á afar mismunandi stöðum í notkun,“ svarar Guðrún og bætir við: „Margir hafa til dæmis prófað sig áfram með gervigreindina í persónulega lífinu. Eru búnir að uppgötva að gervigreindin er besta ferðaskrifstofan, að hún nýtist vel fyrir ýmiss heilsutengd málefni, uppskriftir og fleira.“ Sumir séu hins vegar farnir að nýta hana fyrir vinnuna. Á meðan aðrir eru ekki að nota hana neitt. „Á sömu vinnustöðum getur því verið fólk sem er annars vegar að nota gervigreindina þó nokkuð, en hins vegar fólk sem er það alls ekki og er jafnvel að upplifa smá hræðslu gagnvart þessari tækni.“ Þetta segir Guðrún mikilvægt að stjórnendur átti sig á og bæti úr. „Það þarf að meðhöndla gervigreindina eins og hverja aðra innleiðingu á nýrri tæknilausn og fylgja þessari innleiðingu eftir með fræðslu og þjálfun til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og í sömu bók. Vinnustaðir þurfa að ákveða hvernig á að nota gervigreindina og hvernig ætlunin er að umgangast þetta tæki og tól,“ segir Guðrún og bætir við: Annars er hætta á að notkunin verði svolítið hipps um happs og það er í raun staðan eins og ég upplifi hana víða núna.“ Guðrún segir þá stöðu svo sem vel skiljanlega líka. „Því gervigreindin er eitthvað sem við fengum bara allt í einu í fangið. Og hún er að verða öflugri og öflugri frá degi til dags. Fyrir stjórnendur er því ekki seinna vænna en að huga að þessum málum strax og þjálfa sitt fólk í samræmi.“ Guðrún segir þó mikilvægt að líta á gervigreindina eins og starfsmann í þjálfun. Mestu skipti að fyrirmælin séu skýr og að gögn séu hreinsuð út reglulega. Enginn vinnustaður er undanskilinn því að fara að nota gervigreindina í meira mæli en eins og staðan er í dag, er notkunin á henni víða hálfgert hipps um happs.Vísir/Anton Brink Enn fleiri góð ráð Guðrún segir engan vinnustað undanskilinn því að þurfa að læra á gervigreindina og hvernig hún getur nýst þeim í starfseminni. „Það góða er að hún er ekki dýr þannig að ólíkt mörgum tækninýjungum sem við höfum áður fengið, geta lítil fyrirtæki líka farið að nýta sér þessa tækni strax.“ Sjálf telur hún hræðsluna við gervigreindina minni nú en til dæmis fyrir rúmu ári síðan, þegar hún sjálf fór fyrst fyrir alvöru að nýta sér gervigreindina í vinnu. „Vinnustaðir eru líka komnir lengra. Margir til dæmis komnir með Copilot sem er þá hluti af öllum þeim tólum og verkfærum sem Microsoft býður upp á,“ segir Guðrún en bendir á að á þessi tól þurfi þó að kenna. Allt sé þetta spurning um að nýta gervigreindina sem hjálpartæki. Fyrirtæki geta hæglega einsett sér að eyða allri handavinnu. Því gervigreindin getur séð um svo mörg úrvinnsluverkefni. Til dæmis í bókhaldi. Þar sem vinnan verður mun skilvirkari því gervigreindin getur séð um svo margt fyrir okkur á öruggari og fljótvirkari hátt en við mannfólkið ráðum við,“ segir Guðrún. „Ég upplifi það líka oft þannig að gervigreindin nær meiri dýpt í verkefni og úrvinnslu gagna. Einfaldlega vegna þess að hún á auðvelt með að spegla mörg sjónarhorn og víddir, mun hraðar og í meira mæli en við ráðum við.“ Að mati Guðrúnar felur gervigreindin því í sér gríðarleg tækifæri. Ekki aðeins til hagræðingar eða til að auka á skilvirkni, heldur líka ýmiss konar tækifæri um það hvernig hún getur nýst okkur. „Til að undirbúa mig undir þetta viðtal spurði ég hana til dæmis hvernig mín notkun hefði breyst og þróast á þessu rúma ári,“ segir Guðrún og hlær. En bætir við: „Og það var alveg þrælmerkilegt að sjá hversu mikið hefur breyst hjá mér á þessu rúma ári. Hvað ég er farin að nota hana í miklu fleiri verkefni nú en áður.“ Það skemmtilega var síðan viðbótin. „Gervigreindin hættir hins vegar aldrei og er alltaf að spyrja mann eða bjóða manni eitthvað meira. Viltu að ég sýni þér dæmi um þetta eða hitt? Og þá segir maður bara Já, já og aftur já, því oft er hún að bjóða eitthvað fram sem vekur forvitni manns: Hvað ætlar hún að sýna mér núna?“ Í samtalinu til undirbúnings á þessu viðtali, gerðist nákvæmlega einmitt það. „Því hún spurði hvort ég vildi fá fleiri hugmyndir um hvernig ég gæti notað hana enn meira við vinnu og auðvitað svaraði ég þá Já!“ Það sem gervigreindin stakk þá upp á er að Guðrún nýti hana ekki aðeins sem góða hjálparhellu í bakvinnsluverkefnum. „Hún leggur til að ég nýti hana fyrr í ferlinu, þannig að hún sé til dæmis að koma inn í verkefni, viðtöl eða vinnustofur í upphafi. Gefi mér endurgjöf strax þannig að ég nái jafnvel að leiða umræður eða viðtöl inn á fleiri þætti en ég myndi annars gera.“ Og það er ljóst að verksvið aðstoðarmannsins launalausa er líklegt til að fara vaxandi hjá Guðrúnu. „Mér fannst þetta að minnsta kosti ansi skemmtilegar pælingar hjá henni og alveg pottþétt eitthvað sem ég ætla að skoða nánar.“ Tækni Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Það er ekki laust við að manni finnist samtal við Þórönnu K. Jónsdóttur AI leiðbeinenda aðeins vera fyrir þá sem eru „lengra komnir.“ Svona með tilliti til þekkingar á gervigreindinni. 24. september 2025 07:01 Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01 Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00 Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Sem er ein þeirra sem nú þegar notar gervigreindina í mjög miklu mæli í vinnu. „En maður verður alltaf að líta á gervigreindina eins og starfsmann í þjálfun. Nota hyggjuvitið og almenna skynsemi og vera gagnrýnin á það sem hún gerir fyrir okkur.“ Guðrún segir líka mikilvægt að vera vakandi yfir því hversu hröð þróunin er. „Það sem gervigreindin gat ekki gert fyrir þig í gær, er alveg möguleiki á að hún geti gert fyrir þig á morgun eða í næstu viku. Þú þarft alltaf að vera að prófa þig áfram og athuga hvað hún getur, þróunin er einfaldlega svo ör,“ segir Guðrún og bætir við: ,,Fyrir mig er hún að minnsta kosti fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag fáum við fullt af góðum ráðum og hugmyndum um það, hvernig við getum notað gervigreindina í vinnunni. Launalausi aðstoðarmaðurinn Guðrún starfar sem stjórnendaráðgjafi og hefur um árabil sérhæft sig í stefnumótun með fyrirtækjum, sveitafélögum og stofnunum. Hún segir notkun gervigreindarinnar ekki aðeins nýtast sér vel, heldur líka viðskiptavinunum hennar. „Ég nýti gervigreindina mjög mikið í alls kyns úrvinnslu sem áður tók mig langan tíma. Þessi tímasparnaður gerir það ekki aðeins að verkum að ég geti nýtt tímann minn meira í annað, heldur sparar hann viðskiptavinum mínum líka töluverðan kostnað.“ Dæmi um verkefni sem Guðrún biður gervigreindina um að gera er til dæmis að vinna úr gögnum af vinnustofum, draga gögnin saman, gera drög að stefnu eða búa til drög að myndrænni framsetningu. „Eins líka að flokka fyrir mig gögn og þá fæ ég jafnvel enn fleiri víddir en áður. Því eitt af því sem gervigreindin er góð í er að benda okkur á fleiri sjónarhorn eða víddir. Eitthvað sem gæti tekið okkur langan tíma að vinna en hún getur gert á augabragði.“ Guðrún notar AI ChatGpt og segist enn sem komið er, ekki hafa kynnt sér aðrar tegundir. Sem allar eiga það þó sameiginlegt að mestu máli skiptir að vanda sig við það sem þú setur inn eða biður gervigreindina um. „Eitt af því sem maður hefur lært er að ef þú vandar þig ekki og matar gervigreindina með hálfgerðu rusli, færðu rusl til baka. Fyrirmælin þurfa að vera mjög skýr: Hvað á gervigreindin að gera fyrir þig nákvæmlega? Hvaða gögn má hún nota og hvaða gögn ekki,“ nefnir Guðrún sem dæmi og bætir öðru góðu ráði við líka: „Fólk þarf líka að hreinsa gögnin áður en unnið er með þau. Ég gerði það ekki fyrst en hef lært á þessu rúma ári sem ég hef notað gervigreindina í vinnu, að það að hreinsa gögnin er jafn mikilvægt og að vera skýr í fyrirmælum. Annars er hætta á að hún ruglist eða styðjist við gögn eða fyrirmæli frá þér sem eiga ekki við.“ Guðrún segir eitt af því sem sé líka svo gott við þennan launalausa aðstoðarmann er að gervigreindin lærir að þekkja okkur. Hún er farin að þekkja mig nokkuð vel; Veit hvað ég vil og hverjar mínar áherslur eru í vinnunni eða verkefnaskilum. Ég hef líka vanið mig á að tala við hana á ákveðin hátt. Þakka til dæmis alltaf fyrir þegar hún lýkur verkefni. Þetta er því orðið nokkurs konar samtalsform á milli mín og hennar; Ekkert ólíkt því og að tala við manneskju.“ Gervigreindin og vinnustofur Guðrún segir eitt af því sem sé svo auðvelt og gott við gervigreindina, sé það hversu auðvelt það er að biðja hana um að endurvinna hlutina, betrumbæta eða gera eitthvað upp á nýtt. Eitthvað sem væri mjög tímafrekt fyrir okkur mannfólkið. Segjum sem svo að það bætist við einhver gögn eða þú bætir einhverju atriði við eða áherslu. Þá getur þú einfaldlega sagt: Viltu endurvinna þetta verkefni með tilliti til þess hverju hefur verið bætt við.“ Sem gervigreindin gerir þá á augabragði. En þótt gervigreindin geti margt, getur hún alls ekki allt það sem mannfólkið getur. „Það myndi ekki hvarfla að mér að nota gervigreindina í staðinn fyrir vinnustofur með starfsfólki þeirra viðskiptavina sem ég er að vinna með. Því þetta mannlega innsæi sem við búum yfir, ræður gervigreindin ekkert við. Fólk kann til dæmis að lesa í aðstæður og umhverfi sem gervigreindin kann ekki, allavega ekki enn sem komið er. Á vinnustofum er fólk í hópum að ræða sig niður á einhverja niðurstöðu og það sem kemur út úr því, er einfaldlega eitthvað sem gervigreindin getur seint lært,“ segir Guðrún en bætir við: „Hins vegar nýti ég gervigreindina í auknum mæli á þessum vinnustofum. Tek kannski myndir af því sem fólk hefur skrifað niður á blöð eða miða og bið hana um að vinna úr gögnunum.“ Þar hafi hún til dæmis lært að gervigreindin ræður ekki við að lesa úr of smáu letri á litlum minnismiðum. En kannski er hún búin að læra það núna? „Þetta er samt gott dæmi um eitthvað sem ég sjálf þarf að vera vakandi yfir og prófa reglulega. Því þótt hún ráði ekki við þetta í dag er ekkert sem segir að hún gæti það ekki allt í einu á morgun eða hinn.“ En hvernig upplifir þú stöðuna á þekkingu eða notkun starfsfólks vinnustaða á gervigreind? „Fólk virðist á afar mismunandi stöðum í notkun,“ svarar Guðrún og bætir við: „Margir hafa til dæmis prófað sig áfram með gervigreindina í persónulega lífinu. Eru búnir að uppgötva að gervigreindin er besta ferðaskrifstofan, að hún nýtist vel fyrir ýmiss heilsutengd málefni, uppskriftir og fleira.“ Sumir séu hins vegar farnir að nýta hana fyrir vinnuna. Á meðan aðrir eru ekki að nota hana neitt. „Á sömu vinnustöðum getur því verið fólk sem er annars vegar að nota gervigreindina þó nokkuð, en hins vegar fólk sem er það alls ekki og er jafnvel að upplifa smá hræðslu gagnvart þessari tækni.“ Þetta segir Guðrún mikilvægt að stjórnendur átti sig á og bæti úr. „Það þarf að meðhöndla gervigreindina eins og hverja aðra innleiðingu á nýrri tæknilausn og fylgja þessari innleiðingu eftir með fræðslu og þjálfun til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og í sömu bók. Vinnustaðir þurfa að ákveða hvernig á að nota gervigreindina og hvernig ætlunin er að umgangast þetta tæki og tól,“ segir Guðrún og bætir við: Annars er hætta á að notkunin verði svolítið hipps um happs og það er í raun staðan eins og ég upplifi hana víða núna.“ Guðrún segir þá stöðu svo sem vel skiljanlega líka. „Því gervigreindin er eitthvað sem við fengum bara allt í einu í fangið. Og hún er að verða öflugri og öflugri frá degi til dags. Fyrir stjórnendur er því ekki seinna vænna en að huga að þessum málum strax og þjálfa sitt fólk í samræmi.“ Guðrún segir þó mikilvægt að líta á gervigreindina eins og starfsmann í þjálfun. Mestu skipti að fyrirmælin séu skýr og að gögn séu hreinsuð út reglulega. Enginn vinnustaður er undanskilinn því að fara að nota gervigreindina í meira mæli en eins og staðan er í dag, er notkunin á henni víða hálfgert hipps um happs.Vísir/Anton Brink Enn fleiri góð ráð Guðrún segir engan vinnustað undanskilinn því að þurfa að læra á gervigreindina og hvernig hún getur nýst þeim í starfseminni. „Það góða er að hún er ekki dýr þannig að ólíkt mörgum tækninýjungum sem við höfum áður fengið, geta lítil fyrirtæki líka farið að nýta sér þessa tækni strax.“ Sjálf telur hún hræðsluna við gervigreindina minni nú en til dæmis fyrir rúmu ári síðan, þegar hún sjálf fór fyrst fyrir alvöru að nýta sér gervigreindina í vinnu. „Vinnustaðir eru líka komnir lengra. Margir til dæmis komnir með Copilot sem er þá hluti af öllum þeim tólum og verkfærum sem Microsoft býður upp á,“ segir Guðrún en bendir á að á þessi tól þurfi þó að kenna. Allt sé þetta spurning um að nýta gervigreindina sem hjálpartæki. Fyrirtæki geta hæglega einsett sér að eyða allri handavinnu. Því gervigreindin getur séð um svo mörg úrvinnsluverkefni. Til dæmis í bókhaldi. Þar sem vinnan verður mun skilvirkari því gervigreindin getur séð um svo margt fyrir okkur á öruggari og fljótvirkari hátt en við mannfólkið ráðum við,“ segir Guðrún. „Ég upplifi það líka oft þannig að gervigreindin nær meiri dýpt í verkefni og úrvinnslu gagna. Einfaldlega vegna þess að hún á auðvelt með að spegla mörg sjónarhorn og víddir, mun hraðar og í meira mæli en við ráðum við.“ Að mati Guðrúnar felur gervigreindin því í sér gríðarleg tækifæri. Ekki aðeins til hagræðingar eða til að auka á skilvirkni, heldur líka ýmiss konar tækifæri um það hvernig hún getur nýst okkur. „Til að undirbúa mig undir þetta viðtal spurði ég hana til dæmis hvernig mín notkun hefði breyst og þróast á þessu rúma ári,“ segir Guðrún og hlær. En bætir við: „Og það var alveg þrælmerkilegt að sjá hversu mikið hefur breyst hjá mér á þessu rúma ári. Hvað ég er farin að nota hana í miklu fleiri verkefni nú en áður.“ Það skemmtilega var síðan viðbótin. „Gervigreindin hættir hins vegar aldrei og er alltaf að spyrja mann eða bjóða manni eitthvað meira. Viltu að ég sýni þér dæmi um þetta eða hitt? Og þá segir maður bara Já, já og aftur já, því oft er hún að bjóða eitthvað fram sem vekur forvitni manns: Hvað ætlar hún að sýna mér núna?“ Í samtalinu til undirbúnings á þessu viðtali, gerðist nákvæmlega einmitt það. „Því hún spurði hvort ég vildi fá fleiri hugmyndir um hvernig ég gæti notað hana enn meira við vinnu og auðvitað svaraði ég þá Já!“ Það sem gervigreindin stakk þá upp á er að Guðrún nýti hana ekki aðeins sem góða hjálparhellu í bakvinnsluverkefnum. „Hún leggur til að ég nýti hana fyrr í ferlinu, þannig að hún sé til dæmis að koma inn í verkefni, viðtöl eða vinnustofur í upphafi. Gefi mér endurgjöf strax þannig að ég nái jafnvel að leiða umræður eða viðtöl inn á fleiri þætti en ég myndi annars gera.“ Og það er ljóst að verksvið aðstoðarmannsins launalausa er líklegt til að fara vaxandi hjá Guðrúnu. „Mér fannst þetta að minnsta kosti ansi skemmtilegar pælingar hjá henni og alveg pottþétt eitthvað sem ég ætla að skoða nánar.“
Tækni Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Það er ekki laust við að manni finnist samtal við Þórönnu K. Jónsdóttur AI leiðbeinenda aðeins vera fyrir þá sem eru „lengra komnir.“ Svona með tilliti til þekkingar á gervigreindinni. 24. september 2025 07:01 Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01 Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00 Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
„Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Það er ekki laust við að manni finnist samtal við Þórönnu K. Jónsdóttur AI leiðbeinenda aðeins vera fyrir þá sem eru „lengra komnir.“ Svona með tilliti til þekkingar á gervigreindinni. 24. september 2025 07:01
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01
Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00
Gervigreindin og vaxandi vítahringur nýútskrifaðra Gervigreindin er svo sannarlega að taka meira til sín dag hvern; Fleiri og fleiri eru að læra á þessa tækni til að nota fyrir einkalífið sem og vinnuna. Sumir nota gervigreindina fyrir hvoru tveggja, aðrir bara annað hvort. 30. maí 2025 07:03