Hélt ræðu gráti nær Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 16:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hélt ræðu á viðburði um börn á Gasa. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók til máls á viðburðinum „Kall til aðgerðar fyrir palestínsk börn á Vesturbakkanum og í Gasa,“ sem er hluti af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í New York-borg. Á viðburðinum var sýnt myndskeið þar sem Muna, þrettán ára barn, lýsti raunum sínum af stríðinu. Hún lýsti árás sem gerð var á heimili hennar þar sem hún missti móður sína og tvö systkini. „Ég fann frænku pabba míns sem var slösuð og þegar ég rétti fram höndina til hennar til að hjálpa kastaði næsta sprengja mér aftur á bak. Ég byrjaði að öskra og kalla á hjálp. Þá sá ég að það vantaði á mig fótlegginn,“ segir Muna, tólf ára palestínsk stúlka. Að loknu myndskeiðinu tók Riyad Mansour, sendiherra Palestínu, til máls. Í stað þess að halda formlega ræðu sagði hann sögu af palestínsku barni sem bjó á Gasa, til að heiðra öll palestínsku börnin sem hafa dáið. Mansour sagði frá gáfuðum tólf ára dreng, sem kosinn hafði verið fulltrúi þrjú hundruð þúsund nemenda skóla Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), til að vera fulltrúi þeirra á fundi með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum kallaði drengurinn eftir að áfangi um mannréttindi yrði tekinn aftur upp í skólum á vegum UNRWA. Hann hafi verið svo sannfærandi að Guterres tilkynnti á staðnum að slík kennsla myndi hefjast aftur þegar í stað. Með kökk í hálsinum Þorgerður Katrín tók til máls á eftir Mansour og mátti greinilega heyra að hún var með kökk í hálsinum. „Það er svolítið erfitt að segja nokkur orð eftir öll þessi áhrifamiklu innslög en ég mun reyna að halda mig við mína punkta. Ég vil samt taka undir með sendiherranum sem sagði að við þurfum að vernda börnin sem eru ennþá á lífi. Ekkert barn ætti að þurfa að þola ómannúðlegu meðferðina sem við höfum orðið vitni að síðustu tvö árin,“ eru orðin sem Þorgerður Katrín hóf ræðu sína á. Hún sagði að börnin á Gasa væru að verða fyrir fordæmalausu ofbeldi sem bryti gegn rétti þeirra til að vera vernduð. „Þegar brotið er á þessum skyldum er það skylda ríkja, sérstaklega þeirra sem eru hluti af Geneva-sáttmálanum, og Barnamálasáttmálanum, að krefjast ábyrgðar og virðingar fyrir lögunum. Annars get ég sagt að við séum að bregðast þeim,“ sagði hún. Þorgerður kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og óhindruðu aðgengi mannúðaraðstoðar að Gasa. Þá sagði hún einnig að það þyrfti að láta öll börn sem tekin hafa verið í hald laus, auk allra gísla. „Ísraelar og allir sem koma að málinu þurfa að virða barnasáttmálann og hér vil ég leggja sérstaka áherslu á rétt til menntunar. Á Gasa er þriðja skólaárið horfið. Á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem hafa ísraelsk yfirvöld einnig komið í veg fyrir nám barnanna,“ sagði Þorgerður. „Til framtíðar þurfa allar áætlanir um enduruppbyggingu á Gasa einnig að taka mið af menntun 660 þúsund skólabarnanna. UNRWA er það eina sem hefur getuna til að aðstoða á slíkum skala og þarf að fá leyfi til að ná þessu í gegn.“ Myndskeið af ræðunni má sjá hér. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók til máls á viðburðinum „Kall til aðgerðar fyrir palestínsk börn á Vesturbakkanum og í Gasa,“ sem er hluti af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í New York-borg. Á viðburðinum var sýnt myndskeið þar sem Muna, þrettán ára barn, lýsti raunum sínum af stríðinu. Hún lýsti árás sem gerð var á heimili hennar þar sem hún missti móður sína og tvö systkini. „Ég fann frænku pabba míns sem var slösuð og þegar ég rétti fram höndina til hennar til að hjálpa kastaði næsta sprengja mér aftur á bak. Ég byrjaði að öskra og kalla á hjálp. Þá sá ég að það vantaði á mig fótlegginn,“ segir Muna, tólf ára palestínsk stúlka. Að loknu myndskeiðinu tók Riyad Mansour, sendiherra Palestínu, til máls. Í stað þess að halda formlega ræðu sagði hann sögu af palestínsku barni sem bjó á Gasa, til að heiðra öll palestínsku börnin sem hafa dáið. Mansour sagði frá gáfuðum tólf ára dreng, sem kosinn hafði verið fulltrúi þrjú hundruð þúsund nemenda skóla Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), til að vera fulltrúi þeirra á fundi með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum kallaði drengurinn eftir að áfangi um mannréttindi yrði tekinn aftur upp í skólum á vegum UNRWA. Hann hafi verið svo sannfærandi að Guterres tilkynnti á staðnum að slík kennsla myndi hefjast aftur þegar í stað. Með kökk í hálsinum Þorgerður Katrín tók til máls á eftir Mansour og mátti greinilega heyra að hún var með kökk í hálsinum. „Það er svolítið erfitt að segja nokkur orð eftir öll þessi áhrifamiklu innslög en ég mun reyna að halda mig við mína punkta. Ég vil samt taka undir með sendiherranum sem sagði að við þurfum að vernda börnin sem eru ennþá á lífi. Ekkert barn ætti að þurfa að þola ómannúðlegu meðferðina sem við höfum orðið vitni að síðustu tvö árin,“ eru orðin sem Þorgerður Katrín hóf ræðu sína á. Hún sagði að börnin á Gasa væru að verða fyrir fordæmalausu ofbeldi sem bryti gegn rétti þeirra til að vera vernduð. „Þegar brotið er á þessum skyldum er það skylda ríkja, sérstaklega þeirra sem eru hluti af Geneva-sáttmálanum, og Barnamálasáttmálanum, að krefjast ábyrgðar og virðingar fyrir lögunum. Annars get ég sagt að við séum að bregðast þeim,“ sagði hún. Þorgerður kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og óhindruðu aðgengi mannúðaraðstoðar að Gasa. Þá sagði hún einnig að það þyrfti að láta öll börn sem tekin hafa verið í hald laus, auk allra gísla. „Ísraelar og allir sem koma að málinu þurfa að virða barnasáttmálann og hér vil ég leggja sérstaka áherslu á rétt til menntunar. Á Gasa er þriðja skólaárið horfið. Á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem hafa ísraelsk yfirvöld einnig komið í veg fyrir nám barnanna,“ sagði Þorgerður. „Til framtíðar þurfa allar áætlanir um enduruppbyggingu á Gasa einnig að taka mið af menntun 660 þúsund skólabarnanna. UNRWA er það eina sem hefur getuna til að aðstoða á slíkum skala og þarf að fá leyfi til að ná þessu í gegn.“ Myndskeið af ræðunni má sjá hér.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira