Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 24. september 2025 13:30 Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun