Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 24. september 2025 15:28 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls séð úr austri. Vísir/Sigurjón Ekki hefur orðið eitt einasta slys á gangandi vegfarendum eða hjólandi í beygjuvösum sem hafa verið fjarlægðir við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Vasarnir eru sagðir skapa mikla hættu fyrir gangandi og hjólandi. Árið 2008 varð alvarlegt slys í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Fréttastofa hefur fjallað um þessar umdeildu framkvæmdir í sumar en við gatnamótin hafa beygjuvasar frá Bæjarhálsi inn á Höfðabakka til norðurs annars vegar og frá Höfðabakka inn á Streng til vesturs hins vegar verið fjarlægðir. Einn beygjuvasi stendur eftir; frá Höfðabakka og inn á Bæjarháls til austurs en annars eru gatnamótin með öllu ljósastýrð. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi í dag segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja vasann inn á Streng þar sem umferðartalningar sýndu litla eftirspurn eftir hægri beygju. Þá skapi vasinn hættu fyrir gangandi vegfarendur. Vasinn inn á Höfðabakka er sagður fjarlægður þar sem hann hafi reynst hættulegur og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. Engin slys Á kortavefsjá map.is eru tekin saman gögn frá Samgöngustofu um staðsetningu allra tilkynntra umferðarslysa á landinu frá árinu 2004. Þar sést að engin slys hafa orðið á gangandi og hjólandi í beygjuvösunum tveimur sem voru fjarlægðir. Hins vegar varð slys árið 2008 í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Þar slasaðist níu ára drengur á hjóli alvarlega þegar ekið var á hann. Á síðustu tuttugu árum hafa þrjú önnur slys orðið við gatnamótin á gangandi og hjólandi, en öll þeirra gerðust á Höfðabakka þar sem ekið er til norðurs, ekki í beygjuvösunum. Gatnamótin eru þó ekki með öllu hættulaus og þar hafa orðið árekstrar ökutækja, þar sem ökumenn óku ýmist aftan á annan bíl, inn í hliðina á öðrum bíl eða á skilti og ljósastaura. Sextán sinnum slasaðist ökumaður lítillega og aðeins eitt slys er metið sem alvarlegt slys þegar ekið var á níu ára drenginn á hjóli. Rétt er að taka fram að slys af völdum ökutækja þar sem ökumaður ekur ekki á neitt, til dæmis ef reiðhjólamenn detta af farartæki sínu við að forðast árekstur við ökutæki, eru ekki inni í tölfræði Samgöngustofu. Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað um þessar umdeildu framkvæmdir í sumar en við gatnamótin hafa beygjuvasar frá Bæjarhálsi inn á Höfðabakka til norðurs annars vegar og frá Höfðabakka inn á Streng til vesturs hins vegar verið fjarlægðir. Einn beygjuvasi stendur eftir; frá Höfðabakka og inn á Bæjarháls til austurs en annars eru gatnamótin með öllu ljósastýrð. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi í dag segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja vasann inn á Streng þar sem umferðartalningar sýndu litla eftirspurn eftir hægri beygju. Þá skapi vasinn hættu fyrir gangandi vegfarendur. Vasinn inn á Höfðabakka er sagður fjarlægður þar sem hann hafi reynst hættulegur og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. Engin slys Á kortavefsjá map.is eru tekin saman gögn frá Samgöngustofu um staðsetningu allra tilkynntra umferðarslysa á landinu frá árinu 2004. Þar sést að engin slys hafa orðið á gangandi og hjólandi í beygjuvösunum tveimur sem voru fjarlægðir. Hins vegar varð slys árið 2008 í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Þar slasaðist níu ára drengur á hjóli alvarlega þegar ekið var á hann. Á síðustu tuttugu árum hafa þrjú önnur slys orðið við gatnamótin á gangandi og hjólandi, en öll þeirra gerðust á Höfðabakka þar sem ekið er til norðurs, ekki í beygjuvösunum. Gatnamótin eru þó ekki með öllu hættulaus og þar hafa orðið árekstrar ökutækja, þar sem ökumenn óku ýmist aftan á annan bíl, inn í hliðina á öðrum bíl eða á skilti og ljósastaura. Sextán sinnum slasaðist ökumaður lítillega og aðeins eitt slys er metið sem alvarlegt slys þegar ekið var á níu ára drenginn á hjóli. Rétt er að taka fram að slys af völdum ökutækja þar sem ökumaður ekur ekki á neitt, til dæmis ef reiðhjólamenn detta af farartæki sínu við að forðast árekstur við ökutæki, eru ekki inni í tölfræði Samgöngustofu.
Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira