„Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 19:54 Margrét Oddný Leópoldsdóttir segir erfitt fyrir fólk með einhverfu að sitja undir umræðu um hvernig megi koma í veg fyrir tilvist þess. Vísir/Stefán Einhverf kona segir áhuga Bandaríkjaforseta á að koma í veg fyrir einhverfu með ráðum og dáð beinlínis vera fáránlega. Leggja eigi áherslu á að hjálpa fólki með einhverfu að vera til, frekar en að koma í veg fyrir að það verði til. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það, það er ekki gott.“ Þetta sagði Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gær, þegar hann tilkynnti um að læknum í Bandaríkjunum yrði ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Ástæðan er sú að hann og heilbrigðisráðherra landsins, Robert Kennedy yngri, hafa tröllatrú á umdeildum rannsóknum sem tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Í dag gag Lyfjastofnun út tilkynningu, þar sem áréttað er að engin ný gögn gefi ástæðu til að ætla að þetta sé rétt. Óléttum konum sé óhætt að nota lyfið við verkjum og hita. „Algjör vitleysa“ Einhverf kona segir umræðuna hreint og beint kjánalega. „Og það er vitað að þetta er bara í rauninni algjör vitleysa, og engar rannsóknir sem sýna þetta. Ég skil ekki alveg hvað menn eru uppteknir af því að reyna að komast að því af hverju við erum til,“ segir læknirinn Margrét Oddný Leópoldsdóttir, sem er í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna. Sérstaklega sé umræðan í Bandaríkjunum á villigötum. „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra, þegar það er vitað að einhverfa er fyrst og fremst ættgeng, liggur í ættum. Það er enginn faraldur í gangi, það hefur bara ekki tekist að finna okkur núna fyrr en í seinni tíð,“ segir Margrét. Erfitt að vera til í svo fordómafullri umræðu Það sé lýjandi að sitja stöðugt undir orðræðu um að einhverfa sé eitthvað skelfilegt sem þurfi að forðast. „Ég vildi að áherslan færi meira á það að hætta að vera svona hrædd um að við verðum til, og frekar að hjálpa okkur að vera til. Núna er gulur september og sjálfsvígsforvarnir í gangi, og okkar hópur er sá sem er í mestri hættu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar fordómarnir gagnvart okkur eru svona miklir. Þá er dálítið erfitt að vera til, í svona fordómafullri umræðu.“ Heilbrigðismál Einhverfa Lyf Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það, það er ekki gott.“ Þetta sagði Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gær, þegar hann tilkynnti um að læknum í Bandaríkjunum yrði ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Ástæðan er sú að hann og heilbrigðisráðherra landsins, Robert Kennedy yngri, hafa tröllatrú á umdeildum rannsóknum sem tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Í dag gag Lyfjastofnun út tilkynningu, þar sem áréttað er að engin ný gögn gefi ástæðu til að ætla að þetta sé rétt. Óléttum konum sé óhætt að nota lyfið við verkjum og hita. „Algjör vitleysa“ Einhverf kona segir umræðuna hreint og beint kjánalega. „Og það er vitað að þetta er bara í rauninni algjör vitleysa, og engar rannsóknir sem sýna þetta. Ég skil ekki alveg hvað menn eru uppteknir af því að reyna að komast að því af hverju við erum til,“ segir læknirinn Margrét Oddný Leópoldsdóttir, sem er í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna. Sérstaklega sé umræðan í Bandaríkjunum á villigötum. „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra, þegar það er vitað að einhverfa er fyrst og fremst ættgeng, liggur í ættum. Það er enginn faraldur í gangi, það hefur bara ekki tekist að finna okkur núna fyrr en í seinni tíð,“ segir Margrét. Erfitt að vera til í svo fordómafullri umræðu Það sé lýjandi að sitja stöðugt undir orðræðu um að einhverfa sé eitthvað skelfilegt sem þurfi að forðast. „Ég vildi að áherslan færi meira á það að hætta að vera svona hrædd um að við verðum til, og frekar að hjálpa okkur að vera til. Núna er gulur september og sjálfsvígsforvarnir í gangi, og okkar hópur er sá sem er í mestri hættu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar fordómarnir gagnvart okkur eru svona miklir. Þá er dálítið erfitt að vera til, í svona fordómafullri umræðu.“
Heilbrigðismál Einhverfa Lyf Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent