Verða bílveikari í rafbílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 07:01 Hannes segir ýmsar getgátur uppi um hvað valdi aukinni bílveiki í rafbílum. Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“ Bílar Vistvænir bílar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Sjá meira
Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“
Bílar Vistvænir bílar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Sjá meira