Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 08:32 Það gekk mikið á í leik Vals og Breiðabliks en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Hér liggja þeir báðir sem handléku boltann í lok leiks, þeir Hólmar og Valgeir. vísir/Diego Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.
Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn