Lífið

Lítill rappari á leiðinni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Birgir Hákon og Sigríður Birta eiga von á dreng.
Birgir Hákon og Sigríður Birta eiga von á dreng. Facebook

Rapparinn og Breiðhyltingurinn Birgir Hákon og kærasta hans Sigríður Birta eiga von á sínu fyrsta barni. Birgir Hákon hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og fagnaði á dögunum sjö ára edrúmennsku.

Hjúin tilkynntu um barnalánið með Instagram færslu þar sem þau skrifa: „Guð er góður.“ Þar kom jafnframt fram að drengur væri á leiðinni. 

Parið hefur verið saman í nokkur ár og er Birgir Hákon fæddur 1996 en Sigríður Birta árið 2000. 

Birgir Hákon skaust upp á íslenskan stjörnuhiminn árið 2018 með lög á borð við Sending. Meðal frægustu laga hans eru svo Haltu kjafti, Starmýri og Hanskahólfið. 

Hann hefur opinskátt rætt um fíknivanda sinn og hindranir í lífinu en virðist aldrei hafa verið á betri stað en nú og hefur tónlistin að sama skapi alltaf reynst honum öflugt tjáningarform. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.