Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 22:00 Beate Meinl-Reisinger utanríkisráðherra Austurríkis. Getty Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða. Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða.
Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17