Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2025 16:04 Úlfarnir geta ekki neitt. David Davies/Getty Images Þegar hluta fimmtu umferðar í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta er lokið eru Úlfarnir frá Wolverhampton án stiga á botni deildarinnar. Í ensku B-deildinni eru Stefán Teitur Þórðarson og liðsfélagar hans í Preston North End í umspilssæti. Úlfarnir tóku á móti nýliðum Leeds United á Molineux-vellinum í Wolverhampton. Hinn tékkneski Ladislav Krejčí kom heimaliðinu yfir en gestirnir frá Leeds svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin, Anton Stach kom Leeds yfir og Noah Okafor tryggði sigurinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Staðan 1-3 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik og reyndust það einnig lokatölur. Leeds er komið upp í 9. sæti með 7 stig á meðan Úlfarnir eru sem fyrr á botni deildarinnar án stiga. West Ham United er einnig í fallsæti eftir að tapa 1-2 fyrir Crystal Palace á heimavelli sínum í Lundúnum. Jarred Bowen skoraði mark Hamranna eftir að Jean-Philippe Mateta hafði komið Palace yfir. Það var svo Tyrick Mitchell sem tryggði að Palace fór heim með þrjú stig. Þökk sé sigrinum er Palace komið upp í 4. sæti með 9 stig á meðan West Ham er í 18. sæti með 3 stig. Palace lætur sig dreyma um Meistaradeild Evrópu.EPA/ANDY RAIN Að endingu gerðu Burnley og Nottingham Forest 1-1 jafntefli. Burnley er með 4 stig í 16. sæti á meðan Forest er í 14. sæti með 5 stig. Stefán Teitur mátti þola að horfa á 1-0 sigur Preston á Derby County af varamannabekknum. Eftir leik dagsins er Preston í 5. sæti með 11 stig, stigi á eftir Stoke City í 2. sæti. Önnur úrslit Birmingham City 1-0 Swansea City Leicester City 0-0 Coventry City Queens Park Rangers 1-0 Stoke City Blackburn Rovers 1-0 Ipswich Town Hull City 3-1 Southampton Norwich City 2-3 Wrexham Portsmouth 0-2 Sheffield Wednesday Sheffield United 0-1 Charlton Athletic Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Tottenham Hotspur sótti Brighton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrir leikinn hafði Tottenham aðeins fengið á sig eitt mark í deildinni. 20. september 2025 13:30 Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield David Moyes, stjóri Everton, heimsækir Anfield í dag í 23. sinn sem þjálfari en honum hefur ekki enn tekist að sækja sigur í greipar Liverpool á þeirra heimavelli. 20. september 2025 11:48 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Úlfarnir tóku á móti nýliðum Leeds United á Molineux-vellinum í Wolverhampton. Hinn tékkneski Ladislav Krejčí kom heimaliðinu yfir en gestirnir frá Leeds svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin, Anton Stach kom Leeds yfir og Noah Okafor tryggði sigurinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Staðan 1-3 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik og reyndust það einnig lokatölur. Leeds er komið upp í 9. sæti með 7 stig á meðan Úlfarnir eru sem fyrr á botni deildarinnar án stiga. West Ham United er einnig í fallsæti eftir að tapa 1-2 fyrir Crystal Palace á heimavelli sínum í Lundúnum. Jarred Bowen skoraði mark Hamranna eftir að Jean-Philippe Mateta hafði komið Palace yfir. Það var svo Tyrick Mitchell sem tryggði að Palace fór heim með þrjú stig. Þökk sé sigrinum er Palace komið upp í 4. sæti með 9 stig á meðan West Ham er í 18. sæti með 3 stig. Palace lætur sig dreyma um Meistaradeild Evrópu.EPA/ANDY RAIN Að endingu gerðu Burnley og Nottingham Forest 1-1 jafntefli. Burnley er með 4 stig í 16. sæti á meðan Forest er í 14. sæti með 5 stig. Stefán Teitur mátti þola að horfa á 1-0 sigur Preston á Derby County af varamannabekknum. Eftir leik dagsins er Preston í 5. sæti með 11 stig, stigi á eftir Stoke City í 2. sæti. Önnur úrslit Birmingham City 1-0 Swansea City Leicester City 0-0 Coventry City Queens Park Rangers 1-0 Stoke City Blackburn Rovers 1-0 Ipswich Town Hull City 3-1 Southampton Norwich City 2-3 Wrexham Portsmouth 0-2 Sheffield Wednesday Sheffield United 0-1 Charlton Athletic
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Tottenham Hotspur sótti Brighton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrir leikinn hafði Tottenham aðeins fengið á sig eitt mark í deildinni. 20. september 2025 13:30 Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield David Moyes, stjóri Everton, heimsækir Anfield í dag í 23. sinn sem þjálfari en honum hefur ekki enn tekist að sækja sigur í greipar Liverpool á þeirra heimavelli. 20. september 2025 11:48 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Tottenham Hotspur sótti Brighton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrir leikinn hafði Tottenham aðeins fengið á sig eitt mark í deildinni. 20. september 2025 13:30
Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield David Moyes, stjóri Everton, heimsækir Anfield í dag í 23. sinn sem þjálfari en honum hefur ekki enn tekist að sækja sigur í greipar Liverpool á þeirra heimavelli. 20. september 2025 11:48