Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. september 2025 18:32 EHF Champions League - Orlen Wisla Plock v Sporting CP Porkelsson Orri Freyr during the match EHF Champions League Men match between Orlen Wisla Plock and Sporting CP in Plock, Poland on March 6, 2025. (Photo by Andrzej Iwanczuk/NurPhoto via Getty Images) Orri Freyr Þorkelsson og félagar í portúgalska liðinu Sporting unnu 41-37 gegn pólska liðinu Kielce í miklum markaleik í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Sporting byrjaði leikinn illa og lenti á eftir gestunum en vann sig fljótt inn í leikinn og var komið með fimm marka forystu þegar fyrri hálfleik lauk, staðan þá 20-15, sem er slatti en seinni hálfleikurinn bauð upp á enn meiri skemmtun. Sporting hélt þeirri fimm marka forystu þó nánast allan tímann og Kielce tókst ekki að gera leikinn spennandi, þó skemmtilegur hafi hann sannarlega verið. Lokatölur 41-37 og Orri skoraði þrjú mörk úr vinstra horninu. Veszprém vann án Bjarka og Ágúst fékk skot á sig Tveir aðrir leikir fóru fram í Meistaradeildinni síðdegis. Veszprém vann frækinn fimm marka sigur gegn franska liðinu Nantes, lokatölur 30-25 í Ungverjalandi. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en kom ekki við sögu í leiknum. Fuchse Berlin vann 31-28 gegn danska liðinu Aalborg. Heimamenn í Þýskalandi náðu góðri forystu í fyrri hálfleik og létu hana ekki af hendi í þeim seinni. Ágúst Elí Björgvinsson er markmaður Aalborg ásamt Niklas Landin og Fabian Norsten. Ágúst fékk eitt skot á sig í leiknum en varði það ekki. Ísak varði vel og Dagur skoraði þrjú í Noregi Tveir leikir fóru fram í þriðju umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Drammen vann sinn þriðja leik í röð, 30-26 gegn Sandnes og OIF Arendal tapaði 29-30 fyrir Runar. Ísak Steinsson stóð í marki Drammen hluta leiks og varði sjö skot (39%) en fékk á sig 11 mörk. Dagur Gautason skoraði þrjú mörk í tapi Arendal. Jafnt hjá Ými í Þýskalandi Stuttgart og Göppingen mættust í fimmtu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar og gerðu 28-28 jafntefli eftir æsispennandi leik. Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk úr þremur skotum fyrir Göppingen, sem situr í sjöunda sæti. Donni næstmarkahæstur í Danmörku Skanderborg vann 36-29 gegn Hoj í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var næstmarkahæstur allra í leiknum með sjö mörk. Jon Hansen gerði betur og skoraði heil ellefu mörk. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Sporting byrjaði leikinn illa og lenti á eftir gestunum en vann sig fljótt inn í leikinn og var komið með fimm marka forystu þegar fyrri hálfleik lauk, staðan þá 20-15, sem er slatti en seinni hálfleikurinn bauð upp á enn meiri skemmtun. Sporting hélt þeirri fimm marka forystu þó nánast allan tímann og Kielce tókst ekki að gera leikinn spennandi, þó skemmtilegur hafi hann sannarlega verið. Lokatölur 41-37 og Orri skoraði þrjú mörk úr vinstra horninu. Veszprém vann án Bjarka og Ágúst fékk skot á sig Tveir aðrir leikir fóru fram í Meistaradeildinni síðdegis. Veszprém vann frækinn fimm marka sigur gegn franska liðinu Nantes, lokatölur 30-25 í Ungverjalandi. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en kom ekki við sögu í leiknum. Fuchse Berlin vann 31-28 gegn danska liðinu Aalborg. Heimamenn í Þýskalandi náðu góðri forystu í fyrri hálfleik og létu hana ekki af hendi í þeim seinni. Ágúst Elí Björgvinsson er markmaður Aalborg ásamt Niklas Landin og Fabian Norsten. Ágúst fékk eitt skot á sig í leiknum en varði það ekki. Ísak varði vel og Dagur skoraði þrjú í Noregi Tveir leikir fóru fram í þriðju umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Drammen vann sinn þriðja leik í röð, 30-26 gegn Sandnes og OIF Arendal tapaði 29-30 fyrir Runar. Ísak Steinsson stóð í marki Drammen hluta leiks og varði sjö skot (39%) en fékk á sig 11 mörk. Dagur Gautason skoraði þrjú mörk í tapi Arendal. Jafnt hjá Ými í Þýskalandi Stuttgart og Göppingen mættust í fimmtu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar og gerðu 28-28 jafntefli eftir æsispennandi leik. Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk úr þremur skotum fyrir Göppingen, sem situr í sjöunda sæti. Donni næstmarkahæstur í Danmörku Skanderborg vann 36-29 gegn Hoj í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var næstmarkahæstur allra í leiknum með sjö mörk. Jon Hansen gerði betur og skoraði heil ellefu mörk.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira