Handbolti

Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úr­slitum Powerade-bikarsins

Sindri Sverrisson skrifar
Framarar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð. Þeir mæta Víkingum í 16-liða úrslitunum í ár.
Framarar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð. Þeir mæta Víkingum í 16-liða úrslitunum í ár. vísir/Anton

Stórveldin Haukar og Valur mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta en dregið var í hádeginu í dag. KA/Þór og Selfoss eigast við í eina úrvalsdeildarslagnum í 16-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna.

Dregið var í 16-liða úrslitin í Minigarðinum í dag en kvennamegin sátu Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka hjá og fara því beint í 8-liða úrslitin.

16-liða úrslit karla:

  • Haukar - Valur
  • Fjölnir - Stjarnan
  • Afturelding - ÍBV
  • ÍR - Þór
  • HK - Selfoss
  • Grótta - FH
  • Víkingur - Fram
  • ÍBV2 - KA

16-liða úrslit kvenna:

  • HK - Fram
  • KA/Þór - Selfoss
  • Víkingur - Fjölnir
  • Grótta - ÍBV
  • FH - Stjarnan
  • Afturelding - ÍR

Viðureignir karla eiga að vera spilaðar 5. og 6. október og viðureignir kvenna 28. - 30. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×