Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. september 2025 21:43 Heiða Ingimarsdóttir varaþingmaður Viðreisnar tók sæti á Alþingi í dag. Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi. „Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins,“ sagði Heiða undir liðnum Störf þingsins í umræðum á Alþingi í dag. Yrði að hafa tilvísun „Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp.“ Henni hafi þá verið sagt að leita til heimilislæknis. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“ Fólk eigi ekki að þurfa stökkva yfir hindranir „Samfélagið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Því þurfum við að huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Fólk á ekki að þurfa að stökkva yfir hindranir til að fá hjálp.“ „Við þekkjum flest ef ekki öll einstaklinga sem hafa þarfnast geðheilbrigðisþjónustu. Sum okkar þekkja það jafnvel á eigin skinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég hef bæði séð kerfið okkar virka vel og ég hef séð kerfið okkar bregðast,“ segir Heiða. Mörg jákvæð skref hafi verið stigin fyrir austan í geðheilbrigðismálum en betur megi ef duga skuli. „Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum.“ „Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“ Viðreisn Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
„Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins,“ sagði Heiða undir liðnum Störf þingsins í umræðum á Alþingi í dag. Yrði að hafa tilvísun „Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp.“ Henni hafi þá verið sagt að leita til heimilislæknis. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“ Fólk eigi ekki að þurfa stökkva yfir hindranir „Samfélagið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Því þurfum við að huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Fólk á ekki að þurfa að stökkva yfir hindranir til að fá hjálp.“ „Við þekkjum flest ef ekki öll einstaklinga sem hafa þarfnast geðheilbrigðisþjónustu. Sum okkar þekkja það jafnvel á eigin skinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég hef bæði séð kerfið okkar virka vel og ég hef séð kerfið okkar bregðast,“ segir Heiða. Mörg jákvæð skref hafi verið stigin fyrir austan í geðheilbrigðismálum en betur megi ef duga skuli. „Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum.“ „Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Viðreisn Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira