Bellingham batnaði hraðar en búist var við Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2025 21:46 Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid á morgun. Alberto Gardin/Eurasia Sport Images/Getty Images Jude Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid í fyrsta sinn síðan á síðasta tímabili, þegar franska liðið Marseille heimsækir Santiago Bernabéu á morgun. Bellingham gekkst undir aðgerð á öxlinni í sumar eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli, síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano árið 2023. Hann hafði leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var orðinn þreyttur á því og lagðist undir hnífinn þegar HM félagsliða lauk. Batinn hefur gengið vonum framar, því upphaflega átti Bellingham ekki að snúa aftur fyrr en í október. Hann sneri aftur til æfinga í síðustu viku þegar landsleikjahlénu lauk og er einn af 23 leikmönnum í hópnum sem mætir Marseille annað kvöld. ▫️16th July, 2025: Jude Bellingham undergoes major shoulder surgery and is ruled OUT for 3 to 4 MONTHS! ▫️15th September, 2025: Jude Bellingham is back and included in squad to face Marseille. 🤯 INCREDIBLE. pic.twitter.com/CCV6U2yghy— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2025 Bellingham hefur verið lykilmaður hjá Madrídingum síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 23 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili og vann tvöfald, deild og Meistaradeild. Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 58 leikjum og missti af báðum titlum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Real Madrid, sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. Kylian Mbappé er markahæstur með fjögur mörk og Arda Guler og Vinicius Junior hafa báðir sett tvö mörk í upphafi tímabils. Sá eini sem virðist ekki vera að njóta sín í Madríd þessa dagana er Trent Alexander-Arnold, sem þurfti að verma varamannabekkinn í rúmar áttatíu mínútur í 2-1 sigrinum gegn Real Sociedad um helgina. Leikur Real Madrid og Marseille hefst klukkan sjö annað kvöld, þriðjudag, og er einn af sex leikjum Meistaradeildarinnar sem verða í beinni útsendingu á Sýn Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Bellingham gekkst undir aðgerð á öxlinni í sumar eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli, síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano árið 2023. Hann hafði leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var orðinn þreyttur á því og lagðist undir hnífinn þegar HM félagsliða lauk. Batinn hefur gengið vonum framar, því upphaflega átti Bellingham ekki að snúa aftur fyrr en í október. Hann sneri aftur til æfinga í síðustu viku þegar landsleikjahlénu lauk og er einn af 23 leikmönnum í hópnum sem mætir Marseille annað kvöld. ▫️16th July, 2025: Jude Bellingham undergoes major shoulder surgery and is ruled OUT for 3 to 4 MONTHS! ▫️15th September, 2025: Jude Bellingham is back and included in squad to face Marseille. 🤯 INCREDIBLE. pic.twitter.com/CCV6U2yghy— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2025 Bellingham hefur verið lykilmaður hjá Madrídingum síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 23 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili og vann tvöfald, deild og Meistaradeild. Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 58 leikjum og missti af báðum titlum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Real Madrid, sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. Kylian Mbappé er markahæstur með fjögur mörk og Arda Guler og Vinicius Junior hafa báðir sett tvö mörk í upphafi tímabils. Sá eini sem virðist ekki vera að njóta sín í Madríd þessa dagana er Trent Alexander-Arnold, sem þurfti að verma varamannabekkinn í rúmar áttatíu mínútur í 2-1 sigrinum gegn Real Sociedad um helgina. Leikur Real Madrid og Marseille hefst klukkan sjö annað kvöld, þriðjudag, og er einn af sex leikjum Meistaradeildarinnar sem verða í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira