Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2025 12:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir mikilvægt að lögregla hafi brugðist við af festu. Vísir/Vilhelm Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi. Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“ Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52
Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41