Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 13:40 Melissa Jefferson-Wooden fagnaði ákaft eftir magnað hlaup sitt í dag þegar hún varð heimsmeistari og setti mótsmet í 100 metra hlaupi. Getty/Oliver Weiken Jamaíka eignaðist gull- og silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í dag og einnig silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi kvenna. Það var hins vegar hin bandaríska Melissa Jefferson-Wooden, bronsverðlaunahafi frá því á ÓL í fyrra, sem varð heimsmeistari kvenna með afar sannfærandi hætti. Hún kom langfyrst í mark á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu á undan Tiu Clayton frá Jamaíku. Ólympíumeistarinn Julien Alfred varð svo að sætta sig við bronsið á 10,84 sekúndum. Í 100 metra hlaupi karla þjófstartaði Letsile Tebogo frá Botsvana og var dæmdur úr keppni. Þegar keppendur störtuðu svo aftur voru það Jamaíkumennirnir sem hlupu hraðast. Oblique Seville reif bolinn sinn um leið og hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn, og fagnaði ber að ofan.Getty/Hannah Peters Oblique Seville, sem varð í 8. sæti á ÓL í fyrra, vann heimsmeistaratitilinn með því að hlaupa á 9,77 sekúndum. Hann var sjónarmun á undan Kishane Thompson sem líkt og á ÓL varð að sætta sig við silfrið. Ólympíumeistarinn Noah Lyles varð svo í 3. sæti á 9,89 sekúndum, rétt á undan landa sínum Kenny Bednarek sem fór of hægt af stað. Franskur sigur í 10.000 metra hlaupi Hin bandaríska Tara Davis-Woodhall vann öruggan sigur í langstökki kvenna með 7,13 metra stökki. Hún var sú eina sem stökk yfir sjö metra en Malaika Mihambo frá Þýskalandi fékk silfur með 6,99 metra stökki og Natalia Linares frá Kólumbíu brons með 6,92 metra stökki. Frakkinn Jimmy Gressier vann óvæntan sigur í 10.000 metra hlaupi karla á 28:55,77 mínútum, eftir frábæran endasprett þar sem hann stakk sér fram úr Yomif Kejelcha frá Eþíópíu og varð 6 sekúndubrotum á undan í mark. Svíinn Andreas Almgren vann svo bronsið á 28:56,02. Frjálsar íþróttir Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Það var hins vegar hin bandaríska Melissa Jefferson-Wooden, bronsverðlaunahafi frá því á ÓL í fyrra, sem varð heimsmeistari kvenna með afar sannfærandi hætti. Hún kom langfyrst í mark á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu á undan Tiu Clayton frá Jamaíku. Ólympíumeistarinn Julien Alfred varð svo að sætta sig við bronsið á 10,84 sekúndum. Í 100 metra hlaupi karla þjófstartaði Letsile Tebogo frá Botsvana og var dæmdur úr keppni. Þegar keppendur störtuðu svo aftur voru það Jamaíkumennirnir sem hlupu hraðast. Oblique Seville reif bolinn sinn um leið og hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn, og fagnaði ber að ofan.Getty/Hannah Peters Oblique Seville, sem varð í 8. sæti á ÓL í fyrra, vann heimsmeistaratitilinn með því að hlaupa á 9,77 sekúndum. Hann var sjónarmun á undan Kishane Thompson sem líkt og á ÓL varð að sætta sig við silfrið. Ólympíumeistarinn Noah Lyles varð svo í 3. sæti á 9,89 sekúndum, rétt á undan landa sínum Kenny Bednarek sem fór of hægt af stað. Franskur sigur í 10.000 metra hlaupi Hin bandaríska Tara Davis-Woodhall vann öruggan sigur í langstökki kvenna með 7,13 metra stökki. Hún var sú eina sem stökk yfir sjö metra en Malaika Mihambo frá Þýskalandi fékk silfur með 6,99 metra stökki og Natalia Linares frá Kólumbíu brons með 6,92 metra stökki. Frakkinn Jimmy Gressier vann óvæntan sigur í 10.000 metra hlaupi karla á 28:55,77 mínútum, eftir frábæran endasprett þar sem hann stakk sér fram úr Yomif Kejelcha frá Eþíópíu og varð 6 sekúndubrotum á undan í mark. Svíinn Andreas Almgren vann svo bronsið á 28:56,02.
Frjálsar íþróttir Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira