Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:03 Víkingur gæti komist á topp Bestu deildarinnar í dag og Vestri er eitt þeirra liða sem berjast um sæti í efri hlutanum fyrir skiptingu. vísir/Diego Það er hart barist um alla deild í Bestu deild karla í fótbolta og þannig verður það í 22. umferðinni í dag, lokaumferðinni áður en deildinni verður skipt í efri og neðri hluta. Stórleikur á Hlíðarenda, botnslagur og fimm lið keppa um síðustu tvö lausu sætin í efri hlutanum. Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni. Besta deild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni.
Besta deild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira