Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. september 2025 23:41 Lögregla ræddi við samkvæmisgesti. Vísir/Ívar Fannar Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira