Fótbolti

Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
arnór Ingvi skoraði mark Norrköping í dag.
arnór Ingvi skoraði mark Norrköping í dag. Norrköping

Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Norrköping er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Halmstad í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Arnor jafnaði metin fyrir Norrköping á 52. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir með marki úr vítaspyrnu eftir um hálftíma leik.

Arnór lék allan leikinn með Norrköping í dag, líkt og Ísak Sigurgeirsson, en í liði Halmstad lék Gísli Eyjólfsson einnig allar mínútur leiksins. Jónatan Arnarsson kom inn af varamannabekknum hjá Norrköping.

Eftir jafnteflið er Norrköping með 26 stig í 11. sæti deildarinnar eftir 23 leiki, fjórum stigum meira en Halmstad sem situr í 13. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×