Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. september 2025 21:03 Gunnar Geir Gunnarsson er deildarstjóri hjá Samgöngustofu. Vísir/Bjarni/Pipar auglýsingastofa Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Geir segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“ Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Geir segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“
Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira