„Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2025 09:00 Lára Kristín Pedersen hefur lokið leik í fótboltanum en hefur þó í nægu að snúast. Hún skilur sátt við þrátt fyrir að ákvörðunin um að ferlinum sé lokið hafi að vissu leyti verið tekin fyrir hana. Vísir/Ívar Lára Kristín Pedersen lagði á dögunum fótboltaskóna upp í hillu vegna bakmeiðsla. Hún skilur sátt við en hefði þó viljað beita rödd sinni betur á meðan ferlinum stóð og átti þá til að ganga fram af sér er hún glímdi við fíknisjúkdóm. Önnur verkefni taka nú við, þar á meðal að aðstoða aðra í fíknivanda. Lára er 31 árs og á sigursælan feril að baki. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli, síðast með Val 2023. Hún lék með Fortuna Sittard í Hollandi síðasta vetur en fékk sérlega slæmt brjósklos í apríl sem hún er enn að glíma við. „Það var bara mjög dramatískt að öllu leyti. Ég hef mjög verkjuð síðan þá og er það ennþá. En ég er hvergi bangin – ég mun ná mér,“ segir Lára í Sportpakkanum á Sýn. Hún skilur þó sátt við ferilinn. „Ég fann að það var engin eftirsjá og ég fann að þetta var farið að taka svolítið mikið af mér. Ég gekk oft svolítið fram af mér og svo fannst mér ákvörðunin tekin svolítið fyrir mig,“ segir Lára. Oft gengið fram af líkama og sál Lára glímdi við matarfíkn á meðan ferli hennar stóð sem tók sinn toll. Þegar hún segist hafa gengið fram af sér, var það bæði líkamlega og andlega. „Bæði núna í þessum meiðslum fann ég hvað ég hef gengið fram af líkama mínum lengur en kannski heilbrigt getur talist. Það sem situr meira eftir er hvað ég setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu og sinna mínum bata við mínum fíknisjúkdómi,“ „Ég fann um leið og ég hætti að spila fótbolta og var meidd hvað það varð allt auðveldara. Ég fann þá hvað það skipti mig meira máli, að halda heilbrigði frekar en að eltast við bolta, þó hann geti verið fallegur og skemmtilegur að elta,“ segir Lára og hlær. Einblínt á ranga hluti Lára birti pistil þegar hún tilkynnti um lokin á hennar ferli og sagði ákveðna eftirsjá að hafa ekki nýtt rödd sína betur á meðan ferlinum stóð. Bæði hvað varðar aðstöðu kvenna og jafnrétti innan íþrótta, en einnig hvað almennari nálgun varðar. „Ég hef bara mikla skoðun á því hvernig við nálgumst þessa íþrótt og hvað hún getur verið árangursdrifin á röngum forsendum. Mér finnst við komin út í meiri einstaklingshyggju en ég myndi kjósa. Alveg frá yngri flokkum og alveg upp í meistaraflokk finnst mér við leggja áherslu á rangan hlut,“ Hjálpar öðrum að sigrast á fíkn Hafandi sjálf reynslu af því að takast á við fíkn er það málefni sem stendur Láru nærri. Hún flutti heim frá Hollandi í sumar eftir að bakmeiðslin léku hana grátt í Hollandi og tók upp fyrri vinnu hjá Reykjavíkurborg auk þess sem hún stundar nám í fíknifræðum. „Ég er að koma aftur inn í vinnu síðast þegar ég bjó síðast á Íslandi, áður en ég fór út til Hollands. Það er málaflokki heimilislausra í Reykjavík, svo er ég í meistaranámi í fíknifræðum. Það má alveg gera ráð fyrir því að ég tjái mig eitthvað meira um þau málefni,“ „En svo er bara að njóta lífsins með mínum maka og mínu fólki. Ég mun ekki sitja auðum höndum heima hjá mér,“ segir Lára. Viðtalið má sjá í spilaranum. Fótbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Lára er 31 árs og á sigursælan feril að baki. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli, síðast með Val 2023. Hún lék með Fortuna Sittard í Hollandi síðasta vetur en fékk sérlega slæmt brjósklos í apríl sem hún er enn að glíma við. „Það var bara mjög dramatískt að öllu leyti. Ég hef mjög verkjuð síðan þá og er það ennþá. En ég er hvergi bangin – ég mun ná mér,“ segir Lára í Sportpakkanum á Sýn. Hún skilur þó sátt við ferilinn. „Ég fann að það var engin eftirsjá og ég fann að þetta var farið að taka svolítið mikið af mér. Ég gekk oft svolítið fram af mér og svo fannst mér ákvörðunin tekin svolítið fyrir mig,“ segir Lára. Oft gengið fram af líkama og sál Lára glímdi við matarfíkn á meðan ferli hennar stóð sem tók sinn toll. Þegar hún segist hafa gengið fram af sér, var það bæði líkamlega og andlega. „Bæði núna í þessum meiðslum fann ég hvað ég hef gengið fram af líkama mínum lengur en kannski heilbrigt getur talist. Það sem situr meira eftir er hvað ég setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu og sinna mínum bata við mínum fíknisjúkdómi,“ „Ég fann um leið og ég hætti að spila fótbolta og var meidd hvað það varð allt auðveldara. Ég fann þá hvað það skipti mig meira máli, að halda heilbrigði frekar en að eltast við bolta, þó hann geti verið fallegur og skemmtilegur að elta,“ segir Lára og hlær. Einblínt á ranga hluti Lára birti pistil þegar hún tilkynnti um lokin á hennar ferli og sagði ákveðna eftirsjá að hafa ekki nýtt rödd sína betur á meðan ferlinum stóð. Bæði hvað varðar aðstöðu kvenna og jafnrétti innan íþrótta, en einnig hvað almennari nálgun varðar. „Ég hef bara mikla skoðun á því hvernig við nálgumst þessa íþrótt og hvað hún getur verið árangursdrifin á röngum forsendum. Mér finnst við komin út í meiri einstaklingshyggju en ég myndi kjósa. Alveg frá yngri flokkum og alveg upp í meistaraflokk finnst mér við leggja áherslu á rangan hlut,“ Hjálpar öðrum að sigrast á fíkn Hafandi sjálf reynslu af því að takast á við fíkn er það málefni sem stendur Láru nærri. Hún flutti heim frá Hollandi í sumar eftir að bakmeiðslin léku hana grátt í Hollandi og tók upp fyrri vinnu hjá Reykjavíkurborg auk þess sem hún stundar nám í fíknifræðum. „Ég er að koma aftur inn í vinnu síðast þegar ég bjó síðast á Íslandi, áður en ég fór út til Hollands. Það er málaflokki heimilislausra í Reykjavík, svo er ég í meistaranámi í fíknifræðum. Það má alveg gera ráð fyrir því að ég tjái mig eitthvað meira um þau málefni,“ „En svo er bara að njóta lífsins með mínum maka og mínu fólki. Ég mun ekki sitja auðum höndum heima hjá mér,“ segir Lára. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Fótbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira