Launahækkanir þungur baggi á borginni Árni Sæberg skrifar 11. september 2025 13:42 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og hefur verið þorra fyrri helming ársins. Vísir/Ívar Fannar Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 3,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og afskriftir á fyrri hluta ársins, sem er 600 milljörðum króna minni afgangur en búist var við. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var 47 milljóna króna halli á rekstri borgarinnar. Áhrif kjarasamninga eru sögð vega þungt í rekstrinum. Í fréttatilkynningu segir að árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2025 hafi verið lagður fram í borgarráði í dag. Rekstur A-hluta hafi verið í jafnvægi á tímabilinu, þrátt fyrir kjarasamningsbundnar launahækkanir og áhrif þeirra á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar. Launahækkanir 3,7 milljarða umfram áætlun Rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá rekstur sem er fjármagnaður með skatttekjum, hafi verð í jafnvægi á tímabilinu. Grunnreksturinn, það er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA), hafi sýnt jákvæða niðurstöðu um 3,3 milljarða króna, sem sé um 600 milljónum króna minni afgangur en gert hafi verið ráð fyrir í áætlun. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði og afskriftir hafi verið neikvæð um 47 milljónir króna. „Áhrif kjarasamningsbundinna launahækkana koma fram í gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar R-deildar Brúar lífeyrissjóðs sem er nú metin umtalsvert hærri en upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir. Þessi breyting sem er um 3,7 milljörðum umfram áætlanir vegur þungt í árshlutauppgjörinu.“ Á móti komi að útsvarstekjur hafi verið sterkari en áætlað var, auk þess sem sala eigna hafi verið umfram upprunalegar áætlanir. Veltufé frá rekstri hafi numið 10,4 milljörðum króna og 10 prósent í hlutfalli af tekjum tímabilsins. Matsbreyting Félagsbústaða milljörðum yfir áætlun Aftur á móti hafi rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta, verið jákvæð um 5,1 milljarða króna, sem sé 4,7 milljörðum betri niðurstaða en á sama tímabili árið 2024. Rekstrarniðurstaða hafi verið 1,6 milljarði króna betri en áætlað var. Matsbreyting fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum hafi jákvæð áhrif á niðurstöður, en hún hafi verið 3,3 milljörðum króna yfir fjárhagsáætlun. Enn talsverð óvissa í efnahagsumhverfi Þá segir í tilkynningu að stærstu áhættur í rekstri borgarinnar séu tengdar áhrifum verðbólgu á vaxtastig, gengi krónunnar og óvissu á alþjóðavettvangi. Verðbólga hafi reynst þrálát og Seðlabankinn viðhaldið háum stýrivöxtum til að hemja verðbólgu og draga úr eftirspurnarþrýstingi. Hátt vaxtastig hafi aukið við fjármagnskostnað borgarinnar, en geti jafnframt aukið kostnað borgarinnar í gegnum neikvæð áhrif þess á skuldug heimili og fyrirtæki. Raungengi krónunnar hafi styrkst verulega það sem af er ári, um sjö prósent, en það endurspegli bæði hraða styrkingu krónunnar og hátt innlent verðlag. Þá séu blikur á lofti í alþjóðlegum efnahagsmálum, einkum vegna viðskiptadeilna og stríðsátaka. Óvissa sé um hvaða áhrif þessir þættir muni hafa á innlent hagkerfi. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga vegna reksturs á sérhæfðri þjónustu við börn með fjölþættann vanda hafi komið til framkvæmda frá og með 1. júní síðastliðnum og það feli í sér að ríkið tekur yfir ábyrgð og framkvæmd á þjónustunni. Enn þá vanti upp á fulla fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks til framtíðar, samanber skýrslu starfshóps ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu málaflokksins frá september 2024. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025‐2029 sem samþykkt var þann 3. desember síðastliðinn séu áfram gerðar ríkar kröfur um aðhald í rekstri. Reykjavík Borgarstjórn Uppgjör og ársreikningar Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2025 hafi verið lagður fram í borgarráði í dag. Rekstur A-hluta hafi verið í jafnvægi á tímabilinu, þrátt fyrir kjarasamningsbundnar launahækkanir og áhrif þeirra á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar. Launahækkanir 3,7 milljarða umfram áætlun Rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá rekstur sem er fjármagnaður með skatttekjum, hafi verð í jafnvægi á tímabilinu. Grunnreksturinn, það er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA), hafi sýnt jákvæða niðurstöðu um 3,3 milljarða króna, sem sé um 600 milljónum króna minni afgangur en gert hafi verið ráð fyrir í áætlun. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði og afskriftir hafi verið neikvæð um 47 milljónir króna. „Áhrif kjarasamningsbundinna launahækkana koma fram í gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar R-deildar Brúar lífeyrissjóðs sem er nú metin umtalsvert hærri en upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir. Þessi breyting sem er um 3,7 milljörðum umfram áætlanir vegur þungt í árshlutauppgjörinu.“ Á móti komi að útsvarstekjur hafi verið sterkari en áætlað var, auk þess sem sala eigna hafi verið umfram upprunalegar áætlanir. Veltufé frá rekstri hafi numið 10,4 milljörðum króna og 10 prósent í hlutfalli af tekjum tímabilsins. Matsbreyting Félagsbústaða milljörðum yfir áætlun Aftur á móti hafi rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta, verið jákvæð um 5,1 milljarða króna, sem sé 4,7 milljörðum betri niðurstaða en á sama tímabili árið 2024. Rekstrarniðurstaða hafi verið 1,6 milljarði króna betri en áætlað var. Matsbreyting fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum hafi jákvæð áhrif á niðurstöður, en hún hafi verið 3,3 milljörðum króna yfir fjárhagsáætlun. Enn talsverð óvissa í efnahagsumhverfi Þá segir í tilkynningu að stærstu áhættur í rekstri borgarinnar séu tengdar áhrifum verðbólgu á vaxtastig, gengi krónunnar og óvissu á alþjóðavettvangi. Verðbólga hafi reynst þrálát og Seðlabankinn viðhaldið háum stýrivöxtum til að hemja verðbólgu og draga úr eftirspurnarþrýstingi. Hátt vaxtastig hafi aukið við fjármagnskostnað borgarinnar, en geti jafnframt aukið kostnað borgarinnar í gegnum neikvæð áhrif þess á skuldug heimili og fyrirtæki. Raungengi krónunnar hafi styrkst verulega það sem af er ári, um sjö prósent, en það endurspegli bæði hraða styrkingu krónunnar og hátt innlent verðlag. Þá séu blikur á lofti í alþjóðlegum efnahagsmálum, einkum vegna viðskiptadeilna og stríðsátaka. Óvissa sé um hvaða áhrif þessir þættir muni hafa á innlent hagkerfi. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga vegna reksturs á sérhæfðri þjónustu við börn með fjölþættann vanda hafi komið til framkvæmda frá og með 1. júní síðastliðnum og það feli í sér að ríkið tekur yfir ábyrgð og framkvæmd á þjónustunni. Enn þá vanti upp á fulla fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks til framtíðar, samanber skýrslu starfshóps ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu málaflokksins frá september 2024. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025‐2029 sem samþykkt var þann 3. desember síðastliðinn séu áfram gerðar ríkar kröfur um aðhald í rekstri.
Reykjavík Borgarstjórn Uppgjör og ársreikningar Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira