Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 15:03 Ásmundur Rúnar Gylfason aðstorðaryfirlögregluþjónn er stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar við hverfisgötu. Vísir/samsett Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira