Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 15:03 Ásmundur Rúnar Gylfason aðstorðaryfirlögregluþjónn er stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar við hverfisgötu. Vísir/samsett Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira