Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 09:58 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur verið með mörg járn í eldinum undanfarin ár en heldur nú áfram með rekstur fyrirtækisins sem hann stofnaði 2014. Vísir/vilhelm Haraldur Þorleifsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Ueno, nýtti glugga sem hann hafði til að endurvekja félagið fjórum árum eftir að það var selt til Twitter. Hann þurfti því ekki að kaupa það til baka en hann kveðst afar spenntur fyrir framhaldinu. „Þetta er alveg svakalega stór breyting. Ég er mjög spenntur. Við erum búin að vera undanfarna mánuði að vinna í þessu,“ segir Haraldur í samtali við Vísi en tilkynnt var um það í gær að fyrirtækið væri mætt aftur með Halla í brúnni. „Ég fékk þegar ég seldi fyrirtækið, þá var ég með fjögurra ára glugga þar sem ég mátti ekki stofna það aftur, en svo mátti ég núna stofna það aftur,“ segir Haraldur.„Þetta er sama félag, þetta var bara mjög einfalt að ýta á on.“ Sala fyrirtækisins til Twitter vakti töluverða athygli á sínum tíma en um var að ræða gríðarstór viðskipti á mælikvarða íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Vinnur í að fá fleira fólk til baka Á heimasíðu hins endurvakta félags segir að Ueno hafi gengið til liðs við Twitter 2021 til að leiða nýsköpun en í ár hafi það opnað aftur sem sérhæft ráðgjafafyrirtæki sem vinnur með fáum, vandlega völdum viðskiptavinum sem séu leiðandi á sínu sviði. „Þetta er að stórum hluta mikið af sama fólkinu en fólk er auðvitað komið í allar áttir. En ég er svona að vinna í því að reyna að fá sem flesta til baka,“ segir Haraldur. Fyrirtækið hafi aldrei verið beint með höfuðstöðvar neins staðar, heldur skrifstofur hér og þar og hann væntir þess að svo verði áfram. Fyrirtækið stofnaði Haraldur upphaflega í íbúðinni sinni í Reykjavík 2014 en það óx hratt og er nú aftur starfandi undir stjórn Haraldar. Tækni Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Þetta er alveg svakalega stór breyting. Ég er mjög spenntur. Við erum búin að vera undanfarna mánuði að vinna í þessu,“ segir Haraldur í samtali við Vísi en tilkynnt var um það í gær að fyrirtækið væri mætt aftur með Halla í brúnni. „Ég fékk þegar ég seldi fyrirtækið, þá var ég með fjögurra ára glugga þar sem ég mátti ekki stofna það aftur, en svo mátti ég núna stofna það aftur,“ segir Haraldur.„Þetta er sama félag, þetta var bara mjög einfalt að ýta á on.“ Sala fyrirtækisins til Twitter vakti töluverða athygli á sínum tíma en um var að ræða gríðarstór viðskipti á mælikvarða íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Vinnur í að fá fleira fólk til baka Á heimasíðu hins endurvakta félags segir að Ueno hafi gengið til liðs við Twitter 2021 til að leiða nýsköpun en í ár hafi það opnað aftur sem sérhæft ráðgjafafyrirtæki sem vinnur með fáum, vandlega völdum viðskiptavinum sem séu leiðandi á sínu sviði. „Þetta er að stórum hluta mikið af sama fólkinu en fólk er auðvitað komið í allar áttir. En ég er svona að vinna í því að reyna að fá sem flesta til baka,“ segir Haraldur. Fyrirtækið hafi aldrei verið beint með höfuðstöðvar neins staðar, heldur skrifstofur hér og þar og hann væntir þess að svo verði áfram. Fyrirtækið stofnaði Haraldur upphaflega í íbúðinni sinni í Reykjavík 2014 en það óx hratt og er nú aftur starfandi undir stjórn Haraldar.
Tækni Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira