Segir að treyja Man United sé þung byrði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 21:32 Treyjan var of þung fyrir Onana sem talaði mikið í fjölmiðlum en varði lítið á vellinum. Peter Byrne/Getty Images Það að vera markvörður Manchester United er ekki fyrir alla. Því komst André Onana heldur fljótt að eftir að hann átti að hjálpa til við að umturna leikstíl félagsins. „Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
„Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira