Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 15:25 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir upplýsingum um ónýtta fermetra ríkisins. Vísir/Anton Brink Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi. Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi.
Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira