Innlent

Lög­regla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reið­hjólum barna

Eiður Þór Árnason skrifar
Foreldrar og forráðamenn í Stykkishólmi eru beðnir um að ræða málið við börn sín.
Foreldrar og forráðamenn í Stykkishólmi eru beðnir um að ræða málið við börn sín. Vísir/Jóhann K.

Óprúttnir aðilar eru sagðir hafa klippt bremsuvíra á reiðhjólum barna í Stykkishólmi. Lögregla hyggst auka eftirlit við grunnskóla bæjarins vegna þessa og vera þar sýnilegri. Þá hefur verið bætt í öryggismyndavélakerfið á skólalóðinni.

Greint er frá því á vef sveitarfélagsins að foreldrar og forráðamenn hafi tekið eftir skemmdarverkunum undanfarna daga. Þeim er lýst sem stórhættulegu athæfi og fólk hvatt til að ræða alvarleika málsins við börn sín, skoða reiðhjól þeirra og vera á varðbergi.

Eftir að skólastjórnendur settu sig í samband við lögreglu mættu laganna verðir í skólann til að ræða við nemendur og gera þeim grein fyrir alvarleika málsins. Einnig hefur verið gripið til þess ráðs að dreifa reiðhjólagrindum betur um skólalóðina til að auðvelda starfsfólki eftirlit með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×