Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Snædís Sunna Thorlacius skrifa 5. september 2025 14:03 Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun