Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 13:43 Sameinaða útgáfufélagið sem Jón Trausti Reynisson (t.v.) stýrir keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta, (t.h.) á eina krónu í fyrra. Vísir Útgáfufélag Heimildarinnar greiddi eina krónu fyrir vefsíðuna Mannlíf með væntingum um að henni fylgdi tæplega tíu milljóna króna ríkisstyrkur. Ákveðið var að fækka útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar nýlega vegna þess að Alþingi hefur enn ekki framlengt fjölmiðlastyrkina. Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári. Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári.
Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24