Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2025 07:02 Heimir Hallgrímsson gerir sér fulla grein fyrir því hve mikilvægur leikur er fram undan hjá Írum. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fer ekki leynt með það hve mikilvægur leikur liðsins við Ungverjaland í Dublin á laugardaginn er. Hann hefur sent út ákall til stuðningsmanna og vonast eftir töfrandi kvöldi. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira