„Við hvað ertu hræddur?“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 3. september 2025 19:16 Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Íslands til vinstri og Jóhann Kristian Jóhannsson meðstjórnandi til hægri. Vísir/Sigurjón Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti í fyrradag um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkti honum til að mynda við „geltandi kjána“, biskup lýsti yfir vonbrigðum og fjölmargir aðrir gagnrýndu framgöngu hans.Þá hafa líka ýmsir stigið fram honum til varnar á ýmsan hátt. Sjá einnig: Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Legið þungt á mörgum Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Íslands segir framgöngu þingmannsins hafa komið illa við marga í samfélagi hinssegin fólks. „Þetta hefur legið þungt á mjög mörgum. Fólk hefur sumt hvað ekki haft það neitt sérstaklega gott eftir að þetta samtal fór í loftið og við og Samtökin '78 höfum lagt mikið í að hvetja fólk til að nýta sér félagsleg úrræði sem eru í boði á okkar vegum eins og stuðningshópa og ráðgjöf,“ segir Reyn. Jóhann Kristian Jóhannsson tekur undir með Reyn. „Í þessari keppni vinnur engin. Það er mjög undarlegt að það þurfi alltaf einhver að stjórna því hvernig annað fólk hagar sér og lítur út og gerir. Þannig að þetta er allt saman mjög kjánalegt,“ segir Jóhann. Þjappað hinsegin samfélaginu saman Reyn segir umræðuna síðustu daga líka hafa haft jákvæð áhrif. Sjá einnig: Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks „Það hefur verið mikill stuðningur alls staðar úr samfélaginu, það hefur verið afskaplega gott að sjá hann. En svo hefur þetta líka haft þau áhrif að þjappa okkur saman. Við þurfum að virkja þennan samtakamátt sem hefur komið upp hjá samfélaginu. Þetta verður vonandi ákall til stærra hinsegin samfélagsins og fólks utan þess til að láta sig þessi mál sig varða,“ segir Reyn. „Ég vona að þetta sé tækifæri fyrir fólk til að líta í eigin barm og spyrja sig: við hvað ertu hræddur?“ segir Jóhann. Hinsegin Miðflokkurinn Málefni trans fólks Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti í fyrradag um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkti honum til að mynda við „geltandi kjána“, biskup lýsti yfir vonbrigðum og fjölmargir aðrir gagnrýndu framgöngu hans.Þá hafa líka ýmsir stigið fram honum til varnar á ýmsan hátt. Sjá einnig: Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Legið þungt á mörgum Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Íslands segir framgöngu þingmannsins hafa komið illa við marga í samfélagi hinssegin fólks. „Þetta hefur legið þungt á mjög mörgum. Fólk hefur sumt hvað ekki haft það neitt sérstaklega gott eftir að þetta samtal fór í loftið og við og Samtökin '78 höfum lagt mikið í að hvetja fólk til að nýta sér félagsleg úrræði sem eru í boði á okkar vegum eins og stuðningshópa og ráðgjöf,“ segir Reyn. Jóhann Kristian Jóhannsson tekur undir með Reyn. „Í þessari keppni vinnur engin. Það er mjög undarlegt að það þurfi alltaf einhver að stjórna því hvernig annað fólk hagar sér og lítur út og gerir. Þannig að þetta er allt saman mjög kjánalegt,“ segir Jóhann. Þjappað hinsegin samfélaginu saman Reyn segir umræðuna síðustu daga líka hafa haft jákvæð áhrif. Sjá einnig: Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks „Það hefur verið mikill stuðningur alls staðar úr samfélaginu, það hefur verið afskaplega gott að sjá hann. En svo hefur þetta líka haft þau áhrif að þjappa okkur saman. Við þurfum að virkja þennan samtakamátt sem hefur komið upp hjá samfélaginu. Þetta verður vonandi ákall til stærra hinsegin samfélagsins og fólks utan þess til að láta sig þessi mál sig varða,“ segir Reyn. „Ég vona að þetta sé tækifæri fyrir fólk til að líta í eigin barm og spyrja sig: við hvað ertu hræddur?“ segir Jóhann.
Hinsegin Miðflokkurinn Málefni trans fólks Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira