Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2025 23:56 Kjartan segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda. Vísir/Einar og Sigurjón Íbúar í Árbænum óttast að umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka leiði til mikilla tafa í umferð og öngþveitis á háannatíma. Framkvæmdirnar eru á fimm stöðum við Höfðabakka. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum. Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum.
Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira