Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 20:32 Hildur segir sérkennilegt að mál sem hafi verið rætt í fjórar klukkustundir hafi ekki farið í atkvæðagreiðslu heldur vísað frá. Vísir/Arnar Tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um fimm aðgerðir í menntamálum var vísað frá af borgarstjórnarmeirihlutanum á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi verið hægt að greiða atkvæði um tillögurnar hverja fyrir sig. Umræða um tillöguna varði í um fjórar klukkustundir. Í tillögunni voru lagðar fram fimm aðgerðir í menntamálum. Sú fyrstu lýtur að samræmdum prófum og að frá og með vorinu 2026 yrðu lögð fram samræmd próf árlega fyrir þrjá árganga í grunnskólum Reykjavíkur. Það væri þá í einum árgangi á yngsta stigi, einum á miðstigi og einum á efsta stigi. Auk þess var lagt til að lagt yrði fyrir alla nemendur í 10. bekk lokapróf. Aðrar aðgerðir fjölluðu um að breyta námsmati á þann hátt að það séu gefnar einkunnir eftir talnakvarða aftur, að grunnskólar verði allir símalausir, að settar verði á stofn móttökudeildir í grunnskólum fyrir börn sem flytja til landsins og tala ekki íslensku og sú síðasta fjallaði svo um að borgin myndi setja sér skýrari markmið um árangur í PISA prófunum og varðandi læsi barna. Munurinn á nemendum með innflytjendabakgrunn mikill „Í nýlegri skýrslu OECD segir að munurinn á PISA-einkunnum nemenda með innflytjendabakgrunn og innfæddra nemenda hérlendis sé einn sá mesti innan OECD. Meira en helmingur innflytjendanemenda skortir lesskilning til að geta haldið áfram í námi eða farið út á vinnumarkað. Ef við grípum ekki til aðgerða er hætt við því að vandinn margfaldist,“ segir Hildur um skýrsluna og niðurstöður hennar. Hún segir auk þess hafa komið fram í nýrri lesmálsmælingu sem er lögð fyrir 2. bekk hafi niðurstöður sýnt að aðeins 22 prósent nemenda í Fellaskóla í Breiðholti nái aldurssvarandi færni í lestri. „Ef maður rýnir gögnin nánar sér maður að í Fellaskóla eru 85 prósent barnanna af erlendum uppruna. Í Fellaskóla hefur þannig einhver þróun fengið að eiga sér stað, og í hverfinu, þar sem borgaryfirvöld hafa ekki gripið inn í og ekki tryggt nægilega dreifingu. Börnin sem lenda í þessari stöðu þau eru því miður ekki að ná þeirri færni sem þau þurfa að ná,“ segir hún. Þau hafi því lagt til að settar verði á stofn móttökudeildir í grunnskólum þar sem tekið yrði á móti börnum sem flytja til landsins og lögð áhersla á kennslu í íslenskri tungu og um íslenska menningu. „Þetta væri mýkri lending og brú inn í íslenska skólakerfið. Þau kæmu þá betur undirbúin og betur í stakk búin að takast á við verkefnin sem bíða þeirra þar.“ Hildur segir Sjálfstæðisflokkinn á þeirri skoðun að menntakerfið á Íslandi sé statt á þeim stað að það sé þörf á að grípa til aðgerða. Það sé margt gott innan kerfisins og sem dæmi sé jákvætt að verið sé að innleiða nýjan samræmdan matsferil. „Það getur haft margt gott í för með sér en við erum ekki sammála því samræmda námsmati sem er sett þar inn og myndum vilja þess vegna fá samræmd próf af öðrum toga og tillagan byggði á því,“ segir Hildur. Rætt í fjórar klukkustundir Tillagan var önnur til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag og varði umræða um hana í um fjórar klukkustundir. Hildur segir umræðu yfirleitt ekki vara svo lengi nema um sé að ræða ársreikning eða fjárhagsáætlun. „Það vakti sérstaka athygli mína að í svo gríðarlega mikilvægu hagsmunamáli þá skyldi borgarstjóri ekki taka til máls. Það er vont að þetta sé ekki mál sem hún setur á dagskrá,“ segir Hildur. Hún segir umræðuna þrátt fyrir allt hafa verið gagnlega. Það séu allir sammála um að gera betur en borgarfulltrúarnir hafi verið ósammála um leiðirnar að því markmiði. „Til dæmis þegar kemur að matsferlinum þá erum við sammála um að hann geti komið að gagni en við Sjálfstæðismenn viljum ganga lengra með þessum samræmdu prófum í einum árgangi á hverju stigi grunnskólans, og með því að bæta við lokaprófi í 10. bekk.“ Hvað varðar símabann í skólum segir Hildur þeim skólum alltaf vera að fjölga sem hafi innleitt slíkt bann auk þess sem margar þjóðir í kringum okkur hafi innleitt slíkt bann. „Rannsóknir sýna að það skilar sér í betri líðan nemenda og betri einbeitingu og meiri árangri. Við teljum fulla ástæðu til að stíga þetta skref.“ Fimm sjálfstæðar tillögur Hildur segir það mikil vonbrigði að ekki hafi verið hægt að afgreiða hverja aðgerð fyrir sig í atkvæðagreiðslu heldur hafi meirihlutinn ákveðið að vísa tillögunni og þar með öllum aðgerðunum. „Þetta eru fimm sjálfstæðar tillögur sem ég geri ráð fyrir að fólk geti haft ólíkar skoðanir á, og maður tók eftir því í málflutningi annarra flokka að þeim hugnuðust einhverjar tillögur en ekki aðrar. Þannig það hefði verið eðlilegt að greiða atkvæði um þær sjálfstætt,“ segir Hildur. Hún telur sérkennilega að eftir svo langa umræðu hafi málinu ekki verið hleypt í atkvæðagreiðslu heldur því vísað frá. Fólk hafi verið með sterkar skoðanir og það hafi verið eðlilegt, að hennar mati, að hleypa því áfram í atkvæðagreiðslu til að fá fram skoðun flokka. „Málum er almennt ekki vísað frá nema þau séu ekki tæk til afgreiðslu eða heyri ekki undir verkefnasvið borgarstjórnar. Þá er þeim vísað frá en það er óvenjulegt að málum sé vísað frá með þessum hætti.“ Hildur segir flokkinn ekki hættan með þennan málaflokk og þau muni taka það til skoðunar hvort hver aðgerð verði lögð fram í nýrri tillögu. Skóla- og menntamál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Innflytjendamál PISA-könnun Símanotkun barna Reykjavík Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á. 21. ágúst 2025 09:01 „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Í tillögunni voru lagðar fram fimm aðgerðir í menntamálum. Sú fyrstu lýtur að samræmdum prófum og að frá og með vorinu 2026 yrðu lögð fram samræmd próf árlega fyrir þrjá árganga í grunnskólum Reykjavíkur. Það væri þá í einum árgangi á yngsta stigi, einum á miðstigi og einum á efsta stigi. Auk þess var lagt til að lagt yrði fyrir alla nemendur í 10. bekk lokapróf. Aðrar aðgerðir fjölluðu um að breyta námsmati á þann hátt að það séu gefnar einkunnir eftir talnakvarða aftur, að grunnskólar verði allir símalausir, að settar verði á stofn móttökudeildir í grunnskólum fyrir börn sem flytja til landsins og tala ekki íslensku og sú síðasta fjallaði svo um að borgin myndi setja sér skýrari markmið um árangur í PISA prófunum og varðandi læsi barna. Munurinn á nemendum með innflytjendabakgrunn mikill „Í nýlegri skýrslu OECD segir að munurinn á PISA-einkunnum nemenda með innflytjendabakgrunn og innfæddra nemenda hérlendis sé einn sá mesti innan OECD. Meira en helmingur innflytjendanemenda skortir lesskilning til að geta haldið áfram í námi eða farið út á vinnumarkað. Ef við grípum ekki til aðgerða er hætt við því að vandinn margfaldist,“ segir Hildur um skýrsluna og niðurstöður hennar. Hún segir auk þess hafa komið fram í nýrri lesmálsmælingu sem er lögð fyrir 2. bekk hafi niðurstöður sýnt að aðeins 22 prósent nemenda í Fellaskóla í Breiðholti nái aldurssvarandi færni í lestri. „Ef maður rýnir gögnin nánar sér maður að í Fellaskóla eru 85 prósent barnanna af erlendum uppruna. Í Fellaskóla hefur þannig einhver þróun fengið að eiga sér stað, og í hverfinu, þar sem borgaryfirvöld hafa ekki gripið inn í og ekki tryggt nægilega dreifingu. Börnin sem lenda í þessari stöðu þau eru því miður ekki að ná þeirri færni sem þau þurfa að ná,“ segir hún. Þau hafi því lagt til að settar verði á stofn móttökudeildir í grunnskólum þar sem tekið yrði á móti börnum sem flytja til landsins og lögð áhersla á kennslu í íslenskri tungu og um íslenska menningu. „Þetta væri mýkri lending og brú inn í íslenska skólakerfið. Þau kæmu þá betur undirbúin og betur í stakk búin að takast á við verkefnin sem bíða þeirra þar.“ Hildur segir Sjálfstæðisflokkinn á þeirri skoðun að menntakerfið á Íslandi sé statt á þeim stað að það sé þörf á að grípa til aðgerða. Það sé margt gott innan kerfisins og sem dæmi sé jákvætt að verið sé að innleiða nýjan samræmdan matsferil. „Það getur haft margt gott í för með sér en við erum ekki sammála því samræmda námsmati sem er sett þar inn og myndum vilja þess vegna fá samræmd próf af öðrum toga og tillagan byggði á því,“ segir Hildur. Rætt í fjórar klukkustundir Tillagan var önnur til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag og varði umræða um hana í um fjórar klukkustundir. Hildur segir umræðu yfirleitt ekki vara svo lengi nema um sé að ræða ársreikning eða fjárhagsáætlun. „Það vakti sérstaka athygli mína að í svo gríðarlega mikilvægu hagsmunamáli þá skyldi borgarstjóri ekki taka til máls. Það er vont að þetta sé ekki mál sem hún setur á dagskrá,“ segir Hildur. Hún segir umræðuna þrátt fyrir allt hafa verið gagnlega. Það séu allir sammála um að gera betur en borgarfulltrúarnir hafi verið ósammála um leiðirnar að því markmiði. „Til dæmis þegar kemur að matsferlinum þá erum við sammála um að hann geti komið að gagni en við Sjálfstæðismenn viljum ganga lengra með þessum samræmdu prófum í einum árgangi á hverju stigi grunnskólans, og með því að bæta við lokaprófi í 10. bekk.“ Hvað varðar símabann í skólum segir Hildur þeim skólum alltaf vera að fjölga sem hafi innleitt slíkt bann auk þess sem margar þjóðir í kringum okkur hafi innleitt slíkt bann. „Rannsóknir sýna að það skilar sér í betri líðan nemenda og betri einbeitingu og meiri árangri. Við teljum fulla ástæðu til að stíga þetta skref.“ Fimm sjálfstæðar tillögur Hildur segir það mikil vonbrigði að ekki hafi verið hægt að afgreiða hverja aðgerð fyrir sig í atkvæðagreiðslu heldur hafi meirihlutinn ákveðið að vísa tillögunni og þar með öllum aðgerðunum. „Þetta eru fimm sjálfstæðar tillögur sem ég geri ráð fyrir að fólk geti haft ólíkar skoðanir á, og maður tók eftir því í málflutningi annarra flokka að þeim hugnuðust einhverjar tillögur en ekki aðrar. Þannig það hefði verið eðlilegt að greiða atkvæði um þær sjálfstætt,“ segir Hildur. Hún telur sérkennilega að eftir svo langa umræðu hafi málinu ekki verið hleypt í atkvæðagreiðslu heldur því vísað frá. Fólk hafi verið með sterkar skoðanir og það hafi verið eðlilegt, að hennar mati, að hleypa því áfram í atkvæðagreiðslu til að fá fram skoðun flokka. „Málum er almennt ekki vísað frá nema þau séu ekki tæk til afgreiðslu eða heyri ekki undir verkefnasvið borgarstjórnar. Þá er þeim vísað frá en það er óvenjulegt að málum sé vísað frá með þessum hætti.“ Hildur segir flokkinn ekki hættan með þennan málaflokk og þau muni taka það til skoðunar hvort hver aðgerð verði lögð fram í nýrri tillögu.
Skóla- og menntamál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Innflytjendamál PISA-könnun Símanotkun barna Reykjavík Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á. 21. ágúst 2025 09:01 „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00
Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á. 21. ágúst 2025 09:01
„Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20. ágúst 2025 16:55