Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 17:41 Ráðherra og gestir voru spenntir fyrir opnuninni. Ernir Eyjólfsson Félags- og húsnæðismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, bæjarstjóri Kópavogs og forráðamenn Hrafnistu opnuðu í dag nýtt 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Í tilkynningu segir að yfir séu 44 rými í Boðaþingi og því séu hjúkrunarrýmin nú orðin 108. Eignarhald er sameiginlega á hendi ríkisins og Kópavogsbæjar en Hrafnista annast reksturinn. Byggingin er alls 4.160 m2 að stærð. „Við hlökkum til að bjóða nýja íbúa velkomna en þeirra bíður meðal annars stórkostlegt útsýni af svölum og úr borðsal heimilisins, sem breytir um svip með veðri og árstíðum. Þetta er eins og lifandi málverk sem náttúran málar á hverjum degi,” segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, í tilkynningu. Þau Trausti Ríkarðsson sem átti 90 ára afmæli í dag og Hrefna Lárusdóttir, íbúar á Hrafnistu í Boðaþingi, héldu í borðann á meðan klippt var. Þau sem klipptu borðann eru frá vinstri Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Aríel Pétursson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs og Kristrún Benediktsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Boðaþingi.Ernir Eyjólfsson Þar kemur einnig fram að þau sem hafi haldið erindi á hátíðinni hafi verið Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Aríel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu og Óskar Jósefsson, forstjóri Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði þetta mikilvægan áfanga. „Með opnun nýrra hjúkrunarrýma í Boðaþingi getum við tryggt fleiri eldri borgurum öruggt og fallegt heimili. Opnunin í dag er enn einn áfangi í stórsókn stjórnvalda í uppbyggingu hjúkrunarheimila á landinu.“ Fjölmenni var við opnun í dag. Ernir Eyjólfsson Alma D. Möller heilbrigðisráðherra sagði þetta langþráðan áfanga. „ Veruleg fjölgun hjúkrunarrýma á næstu misserum er á áætlun, samhliða eflingu þjónustu við aldraða sem geta búið heima fái þeir til þess góðan stuðning. Þetta er stór dagur og gleðilegur, fyrir íbúana hér, aðstandendur þeirra og samfélagið allt.“ Uppbygging heimilsins hefur tekið nokkuð ár. Á vormánuðum 2022 var efnt til samkeppni um hönnun og byggingu heimilisins. Tillaga THG Arkitekta og ÍSTAK hlaut brautargengi. Hönnun á grundvelli vinningstillögunnar hófst strax að lokinni samkeppni og jarðvegsframkvæmdir hófust í maí 2023. Framkvæmdasýsla ríkisins (FSRE) annaðist útboðsmál og verkefnastjórn fyrir hönd verkkaupa. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að Hrafnista er stærsti rekstraraðili öldrunarþjónustu á landinu og reki alls átta dvalarheimili í fimm sveitarfélögum. Félagið er óhagnaðardrifið dótturfélag Sjómannadagsráðs sem rekið hefur dvalarheimili Hrafnistu í tæp sjötíu ár. Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Eignarhald er sameiginlega á hendi ríkisins og Kópavogsbæjar en Hrafnista annast reksturinn. Byggingin er alls 4.160 m2 að stærð. „Við hlökkum til að bjóða nýja íbúa velkomna en þeirra bíður meðal annars stórkostlegt útsýni af svölum og úr borðsal heimilisins, sem breytir um svip með veðri og árstíðum. Þetta er eins og lifandi málverk sem náttúran málar á hverjum degi,” segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, í tilkynningu. Þau Trausti Ríkarðsson sem átti 90 ára afmæli í dag og Hrefna Lárusdóttir, íbúar á Hrafnistu í Boðaþingi, héldu í borðann á meðan klippt var. Þau sem klipptu borðann eru frá vinstri Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Aríel Pétursson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs og Kristrún Benediktsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Boðaþingi.Ernir Eyjólfsson Þar kemur einnig fram að þau sem hafi haldið erindi á hátíðinni hafi verið Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Aríel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu og Óskar Jósefsson, forstjóri Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði þetta mikilvægan áfanga. „Með opnun nýrra hjúkrunarrýma í Boðaþingi getum við tryggt fleiri eldri borgurum öruggt og fallegt heimili. Opnunin í dag er enn einn áfangi í stórsókn stjórnvalda í uppbyggingu hjúkrunarheimila á landinu.“ Fjölmenni var við opnun í dag. Ernir Eyjólfsson Alma D. Möller heilbrigðisráðherra sagði þetta langþráðan áfanga. „ Veruleg fjölgun hjúkrunarrýma á næstu misserum er á áætlun, samhliða eflingu þjónustu við aldraða sem geta búið heima fái þeir til þess góðan stuðning. Þetta er stór dagur og gleðilegur, fyrir íbúana hér, aðstandendur þeirra og samfélagið allt.“ Uppbygging heimilsins hefur tekið nokkuð ár. Á vormánuðum 2022 var efnt til samkeppni um hönnun og byggingu heimilisins. Tillaga THG Arkitekta og ÍSTAK hlaut brautargengi. Hönnun á grundvelli vinningstillögunnar hófst strax að lokinni samkeppni og jarðvegsframkvæmdir hófust í maí 2023. Framkvæmdasýsla ríkisins (FSRE) annaðist útboðsmál og verkefnastjórn fyrir hönd verkkaupa. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að Hrafnista er stærsti rekstraraðili öldrunarþjónustu á landinu og reki alls átta dvalarheimili í fimm sveitarfélögum. Félagið er óhagnaðardrifið dótturfélag Sjómannadagsráðs sem rekið hefur dvalarheimili Hrafnistu í tæp sjötíu ár.
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira