Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2025 21:22 Erlendur S. Þorsteinsson segir alveg ljóst að hættu hafi stafað af mótorhjólamönnunum. Vísir Á dögunum keyrðu þrír mótorhjólamenn á miklum hraða um reiðhjólastíg í Fossvogi og styttu sér þannig leið á háannatíma í síðdegisumferðinni. Lögregla segir málið litið alvarlegum augum. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir atvikið ekki einsdæmi, líkt og kom í ljós þegar fréttamaður fór á vettvang í dag. Það var reiðhjólamaður á leið heim úr vinnu sem náði myndskeiði af mótorhjólamönnunum þar sem þeir keyrðu hjólreiðastíginn síðdegis á virkum degi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið litið alvarlegum augum og er nú til rannsóknar. Aksturinn sé með öllu óheimill og viðurlög séu sektagreiðslur. Erlendur S. Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir alveg ljóst að illa hefði getað farið. „Þessir bifhjólamenn fóru bara hreint í framúrakstur á stígnum. Þetta er ekki einu sinni það að brjóta lög fagmannlega og með varúð heldur gera þeir þetta óvarlega. Þetta hefði getað endaði illa. Á þessum hjólastíg hérna fyrir aftan okkur, það eru börn á honum í bland við samgönguhjólreiðafólk, þú verður að búast við allskonar umferð og þú getur ekki verið á honum á tækjum sem eru ekki til þess gerð.“ Keyrði stíginn óvænt í miðju viðtali Mörg dæmi séu um að öðrum ökutækjum, meðal annars bílum, sé ekið eftir hjólreiðastígum. Það kom á daginn í miðju viðtali líkt og sjá má í fréttinni þegar skellinaðra þeyttist framhjá. „Algengustu tilvikin eru hinsvegar breytt hlaupahjól, sem geta auðveldlega komist upp í sextíu til áttatíu kílómetra hraða og menn eru stundum á 40-50, ég hef stundum reynt að hjóla á eftir þeim og hef gefist upp þegar....“ Er þetta löglegt hjól á svona stíg? „Ég er ekki viss, hann er með skráningarnúmer. Hann er á löglegum hraða. Ég skal gefa honum það, hann er á löglegum hraða en hann er með skráningarnúmer, þannig ég myndi halda ekki. Þau sem eru lögleg á þessum stígum eru ekki með skráningarnúmer.“ Þessi hefði átt heima á götunni? „Þessi hefði átt heima einhvers staðar annars staðar.“ Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Umferðaröryggi Bifhjól Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Það var reiðhjólamaður á leið heim úr vinnu sem náði myndskeiði af mótorhjólamönnunum þar sem þeir keyrðu hjólreiðastíginn síðdegis á virkum degi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið litið alvarlegum augum og er nú til rannsóknar. Aksturinn sé með öllu óheimill og viðurlög séu sektagreiðslur. Erlendur S. Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir alveg ljóst að illa hefði getað farið. „Þessir bifhjólamenn fóru bara hreint í framúrakstur á stígnum. Þetta er ekki einu sinni það að brjóta lög fagmannlega og með varúð heldur gera þeir þetta óvarlega. Þetta hefði getað endaði illa. Á þessum hjólastíg hérna fyrir aftan okkur, það eru börn á honum í bland við samgönguhjólreiðafólk, þú verður að búast við allskonar umferð og þú getur ekki verið á honum á tækjum sem eru ekki til þess gerð.“ Keyrði stíginn óvænt í miðju viðtali Mörg dæmi séu um að öðrum ökutækjum, meðal annars bílum, sé ekið eftir hjólreiðastígum. Það kom á daginn í miðju viðtali líkt og sjá má í fréttinni þegar skellinaðra þeyttist framhjá. „Algengustu tilvikin eru hinsvegar breytt hlaupahjól, sem geta auðveldlega komist upp í sextíu til áttatíu kílómetra hraða og menn eru stundum á 40-50, ég hef stundum reynt að hjóla á eftir þeim og hef gefist upp þegar....“ Er þetta löglegt hjól á svona stíg? „Ég er ekki viss, hann er með skráningarnúmer. Hann er á löglegum hraða. Ég skal gefa honum það, hann er á löglegum hraða en hann er með skráningarnúmer, þannig ég myndi halda ekki. Þau sem eru lögleg á þessum stígum eru ekki með skráningarnúmer.“ Þessi hefði átt heima á götunni? „Þessi hefði átt heima einhvers staðar annars staðar.“
Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Umferðaröryggi Bifhjól Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira