Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar 2. september 2025 15:31 Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Píratar Mjódd Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun