„Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Aðalsteinn Baldursson er formaður stéttafélagsins Framsýnar á Húsavík. Vísir/Vilhelm/Arnar Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík. PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira