Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar 2. september 2025 11:00 Framkoma Snorra Mássonar úr Miðflokki í Kastljósinu þegar rætt var um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks setti samfélagsmiðla á hliðina. Framkoma hans var einfaldlega ruddaleg og mörgum blöskraði. En þrátt fyrir fordæminguna er ljóst að Snorri Másson nær til stækkandi hóps. Hann veit hvað hann er að gera. Orðræða hans er upp úr handbók popúlistanna. En í guðanna bænum, hættið að veita honum þessa athygli! Hann er tækifærissinni sem nýtir sér einfaldlega það ástand sem stjórnmálamennirnir okkar hafa skapað á Íslandi: efnahagslegt óöryggi láglaunahópa, húsnæðiskreppu og sturlaða vaxtabyrði þar sem auður og völd safnast á sífellt færri hendur. Fólk sem er einfaldlega reitt og upplifir sig jaðarsett finnur sér skjól í orðræðu popúlisma. Þetta er alþjóðlegt mynstur. Þegar samfélagssáttmálinn molnar Við gerum stór mistök ef við trúum því að vandinn sé orðræða popúlista. Hún er aðeins einkennin, ekki sjúkdómurinn. Í staðinn fyrir að einblína á Snorra sjálfan þá verðum við að skilja af hverju hann fær hljómgrunn. Ég hef sjálf verið að skoða áhrif öfgaafla og öfgahugmyndafræði í fátækari samfélögum. Þar er mynstrið skýrt: þegar fólk upplifir óréttlæti, hvort sem það er efnahagslegt eða félagslegt þá molnar samfélagssáttmálinn og það dregur úr trausti gagnvart yfirvöldum sem getur leitt til ofbeldis. Þegar sáttmálinn molnar verður til tómarúm. Í það tómarúm stíga öfgahreyfingar sem bjóða einfaldar skýringar og bjóða fram skýran „óvin“. Þær tala til reiðinnar, ekki til skynseminnar. Það er nákvæmlega þetta sem er að gerast núna, ekki bara í Bandaríkjunum og Evrópu heldur líka á Íslandi. Yanis Varoufakis bendir í bókinni Technological Feudalism á að við lifum nú í tæknilegu lénskerfi þar sem stórfyrirtæki ráða því hvað við sjáum, hvaða orðræða fær hljómgrunn og hvernig reiði er stýrt. Þetta er ekki lýðræðislegt samtal heldur stíar samfélögum í sundur og dreifir athygli okkar frá því sem skiptir mestu máli þ.e., hvernig efnahagslegum gæðum er dreift. Tvær þjóðir í einu landi Íslensk stjórnmál eru orðin tvískipt. Annars vegar mið-hægri efnahagsstjórn sem á sama tíma sýnir frjálslyndan liberalisma í menningar- og félagsmálum en undir þetta fellur núverandi ríkisstjórn. Hins vegar er íhaldssamari hópur sem fer stöðugt lengra til hægri, og þar hvessist orðræða með hverju árinu. Vinstriflokkar eru horfnir. Stjórnmálafólk í forystu og menntaelítan virðist sofandi á verðinum gagnvart þessu. Það er gott og vel að gagnrýna orðræðu Snorra en gerum ekki sömu mistök og Hillary Clinton þegar hún kallaði stuðningsfólk Trumps ´deplorables´ eða dapurlegt, jafnvel viðurstyggilegt. Þú færð ekki fólk með þér á þitt band með því að dæma það. Fyrirlestrar og skýrslur um staðreyndir duga skammt. Við erum að sjá sömu þróun á Íslandi og er að gerast í Bandaríkjunum Bretlandi, Frakkland og Þýskalandi: að hægri öfgar verði aðalrödd reiðinnar í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan – ósýnileg hugmyndafræði George Monbiot bendir á að nýfrjálshyggjan er allsráðandi sem við lítum orðið á sem eðlilegri staðreynd fremur en pólitíska stefnu. Þetta er hugmyndafræði sem gerir markaðinn að aðalverkfærinu, lofar að „frelsi“ og hagvöxtur muni leysa flest vandamál, en í reynd hefur hún grafið undan innviðum, veikt samfélög og skapað ójöfnuð. Það sorglega er að við samþykkjum þetta fyrirkomulag daglega án þess að gera okkur grein fyrir því. Við samþykkjum í auknum mæli að heilbrigðiskerfið okkar, húsnæðismarkaðurinn og jafnvel menntun lúti markaðslögmálum. Við gleymum að það er hægt að skipuleggja þessi kerfi öðruvísi svo að þau þjóni fyrst of fremst almenningi, ekki fjármagnseigendum. Niðurstaðan? Kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi í dag munu hafa það verra en X kynslóðin. Þær munu búa við dýrara húsnæði, ótryggari vinnu og minni félagslega vernd auk þess að hafa minni trú á framtíðinni. Börn horfa fram á verri lífsgæði en foreldrar þeirra. Það eitt og sér er sprengiefni í lýðræðislegu samfélagi. Bretland sem viðvörun Nigel Farage væri líklegur til að vinna kosningar í Bretlandi í dag. Hann hefur einfaldlega náð að stela sviðsljósinu og gera innflytjendamál að eina stóra umræðuefninu. En þetta er hins vegar, eins og á Íslandi, ekki meginvandinn í Bretlandi í dag. Raunverulega vandamálið er stöðnun. Innviðir voru seldir á slikk í nafni nýfrjálshyggjunnar og ríkir hafa aldrei borgað lægri skatta, á meðan almenningur ber þyngstu skattbyrði í 60 ár. Húsnæðismarkaðurinn er óaðgengilegur fyrir ungt fólk. Brexit, sem Nigel Farage barðist fyrir hefur dregið úr hagvexti. Vegakerfið er lamað, lestir óbærilega dýrar, og daglegt líf er orðið allt of kostnaðarsamt. Á Íslandi hafa stjórnvöld einfaldlega brugðist okkur með því að sníða kerfi þar sem bankakerfið er gjörsamlega út í hött þar sem húsnæðislán eiga sér enga hliðstæðu í heiminum, félagslegt húsnæðiskerfinu var rústað og við búum við stanslausar verðbólgu- og gengissveiflur. Það mátti sjá fyrir að með hratt vaxandi ferðaþjónustu þurfti vinnuafl en það var algjört fyrirhyggjuleysi hvað varðar að byggja upp innviði samhliða þessari hröðu fólksaukningu. Í rauninni ætti kakan bara að stækka með allt þetta vinnandi fólk borgandi skatta en nýfrjálshyggjan hefur búið til kerfi þar sem fjármagnseigendur komast hjá því að borga skatta. Það er til dæmis út í hött á fjármagnstekjuskattur sé ekki bara reiknaður sem venjulegar tekjur. Þegar fyrirtæki eru aðeins rekin til að hámarka arðgreiðslur hluthafa og borga sem minnst í skatta og læstu launin, þar sem fólk fær sífellt minna í budduna á meðan framfærslukostnaður vex þá hrynur trú fólks á samfélaginu. Í slíku tómarúmi blómstrar popúlismi. Við getum brugðist við Ef við viljum stöðva þessa þróun getum við ekki lengur setið hjá. Hér eru lykilatriði sem við verðum að takast á við: Laga húsnæðismarkaðinn – byggja upp félagslegt húsnæði og óhagnaðardrifnar leiguleiðir. Endurskoða vaxtakerfið – tryggja að heimilin sitji ekki uppi með ósjálfbæra skuldabyrði. Stöðva útvistun lykilinnviða – halda grunnþjónustu í almannaeigu. Krefja fyrirtæki um samfélagslega ábyrgð – dreifa auð og styrkja innviði líkt og á gullöld velferðarinnar. Gera samfélagsmiðla ábyrga – draga úr umbun fyrir sundrungu og hatursorðræðu. Endurreisa samfélagssáttmálann með því að að tryggja sanngirni, traust og framtíð fyrir alla. Hlúa að fjölmenningarsamfélaginu með því að bjóða upp á rými þar sem fólk á samtal úr ólíkum hópum samfélagsins. Auka menntun í skólum og styðja við börn, sér í lagi fátæk börn svo þau fái jöfn tækifæri. Breyta áherslum löggæslunnar þannig að hún starfi í samfélögunum með fólkinu til að styðja við forvarnir (Community oriented policing). Það gagnast ekkert að fordæma Snorra, Farage eða Trump. Við töpum því stríði. Í staðinn verðum við að laga það sem veldur því að fólk upplifir efnahagslegt óöryggi, misskiptingu eða jaðarsetningu. Á sama tíma er ljóst að við verðum að vernda hina raunverulegu jaðarhópa sem verða fyrir barðinu á þessum popúlisma hvort sem það er hinsegin fólk eða innflytjendur. Þegar samfélagssáttmálinn molnar, grípa öfgaflokkar og popúlistar tækifærið. Ef við styrkjum hann aftur með sanngirni, húsnæði, jöfnuði og virku lýðræði, þá drögum við úr jarðvegi öfga og tryggjum að Ísland verði ekki næsta dæmi um samfélag sem sofnaði á verðinum. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Hinsegin Miðflokkurinn Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Framkoma Snorra Mássonar úr Miðflokki í Kastljósinu þegar rætt var um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks setti samfélagsmiðla á hliðina. Framkoma hans var einfaldlega ruddaleg og mörgum blöskraði. En þrátt fyrir fordæminguna er ljóst að Snorri Másson nær til stækkandi hóps. Hann veit hvað hann er að gera. Orðræða hans er upp úr handbók popúlistanna. En í guðanna bænum, hættið að veita honum þessa athygli! Hann er tækifærissinni sem nýtir sér einfaldlega það ástand sem stjórnmálamennirnir okkar hafa skapað á Íslandi: efnahagslegt óöryggi láglaunahópa, húsnæðiskreppu og sturlaða vaxtabyrði þar sem auður og völd safnast á sífellt færri hendur. Fólk sem er einfaldlega reitt og upplifir sig jaðarsett finnur sér skjól í orðræðu popúlisma. Þetta er alþjóðlegt mynstur. Þegar samfélagssáttmálinn molnar Við gerum stór mistök ef við trúum því að vandinn sé orðræða popúlista. Hún er aðeins einkennin, ekki sjúkdómurinn. Í staðinn fyrir að einblína á Snorra sjálfan þá verðum við að skilja af hverju hann fær hljómgrunn. Ég hef sjálf verið að skoða áhrif öfgaafla og öfgahugmyndafræði í fátækari samfélögum. Þar er mynstrið skýrt: þegar fólk upplifir óréttlæti, hvort sem það er efnahagslegt eða félagslegt þá molnar samfélagssáttmálinn og það dregur úr trausti gagnvart yfirvöldum sem getur leitt til ofbeldis. Þegar sáttmálinn molnar verður til tómarúm. Í það tómarúm stíga öfgahreyfingar sem bjóða einfaldar skýringar og bjóða fram skýran „óvin“. Þær tala til reiðinnar, ekki til skynseminnar. Það er nákvæmlega þetta sem er að gerast núna, ekki bara í Bandaríkjunum og Evrópu heldur líka á Íslandi. Yanis Varoufakis bendir í bókinni Technological Feudalism á að við lifum nú í tæknilegu lénskerfi þar sem stórfyrirtæki ráða því hvað við sjáum, hvaða orðræða fær hljómgrunn og hvernig reiði er stýrt. Þetta er ekki lýðræðislegt samtal heldur stíar samfélögum í sundur og dreifir athygli okkar frá því sem skiptir mestu máli þ.e., hvernig efnahagslegum gæðum er dreift. Tvær þjóðir í einu landi Íslensk stjórnmál eru orðin tvískipt. Annars vegar mið-hægri efnahagsstjórn sem á sama tíma sýnir frjálslyndan liberalisma í menningar- og félagsmálum en undir þetta fellur núverandi ríkisstjórn. Hins vegar er íhaldssamari hópur sem fer stöðugt lengra til hægri, og þar hvessist orðræða með hverju árinu. Vinstriflokkar eru horfnir. Stjórnmálafólk í forystu og menntaelítan virðist sofandi á verðinum gagnvart þessu. Það er gott og vel að gagnrýna orðræðu Snorra en gerum ekki sömu mistök og Hillary Clinton þegar hún kallaði stuðningsfólk Trumps ´deplorables´ eða dapurlegt, jafnvel viðurstyggilegt. Þú færð ekki fólk með þér á þitt band með því að dæma það. Fyrirlestrar og skýrslur um staðreyndir duga skammt. Við erum að sjá sömu þróun á Íslandi og er að gerast í Bandaríkjunum Bretlandi, Frakkland og Þýskalandi: að hægri öfgar verði aðalrödd reiðinnar í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan – ósýnileg hugmyndafræði George Monbiot bendir á að nýfrjálshyggjan er allsráðandi sem við lítum orðið á sem eðlilegri staðreynd fremur en pólitíska stefnu. Þetta er hugmyndafræði sem gerir markaðinn að aðalverkfærinu, lofar að „frelsi“ og hagvöxtur muni leysa flest vandamál, en í reynd hefur hún grafið undan innviðum, veikt samfélög og skapað ójöfnuð. Það sorglega er að við samþykkjum þetta fyrirkomulag daglega án þess að gera okkur grein fyrir því. Við samþykkjum í auknum mæli að heilbrigðiskerfið okkar, húsnæðismarkaðurinn og jafnvel menntun lúti markaðslögmálum. Við gleymum að það er hægt að skipuleggja þessi kerfi öðruvísi svo að þau þjóni fyrst of fremst almenningi, ekki fjármagnseigendum. Niðurstaðan? Kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi í dag munu hafa það verra en X kynslóðin. Þær munu búa við dýrara húsnæði, ótryggari vinnu og minni félagslega vernd auk þess að hafa minni trú á framtíðinni. Börn horfa fram á verri lífsgæði en foreldrar þeirra. Það eitt og sér er sprengiefni í lýðræðislegu samfélagi. Bretland sem viðvörun Nigel Farage væri líklegur til að vinna kosningar í Bretlandi í dag. Hann hefur einfaldlega náð að stela sviðsljósinu og gera innflytjendamál að eina stóra umræðuefninu. En þetta er hins vegar, eins og á Íslandi, ekki meginvandinn í Bretlandi í dag. Raunverulega vandamálið er stöðnun. Innviðir voru seldir á slikk í nafni nýfrjálshyggjunnar og ríkir hafa aldrei borgað lægri skatta, á meðan almenningur ber þyngstu skattbyrði í 60 ár. Húsnæðismarkaðurinn er óaðgengilegur fyrir ungt fólk. Brexit, sem Nigel Farage barðist fyrir hefur dregið úr hagvexti. Vegakerfið er lamað, lestir óbærilega dýrar, og daglegt líf er orðið allt of kostnaðarsamt. Á Íslandi hafa stjórnvöld einfaldlega brugðist okkur með því að sníða kerfi þar sem bankakerfið er gjörsamlega út í hött þar sem húsnæðislán eiga sér enga hliðstæðu í heiminum, félagslegt húsnæðiskerfinu var rústað og við búum við stanslausar verðbólgu- og gengissveiflur. Það mátti sjá fyrir að með hratt vaxandi ferðaþjónustu þurfti vinnuafl en það var algjört fyrirhyggjuleysi hvað varðar að byggja upp innviði samhliða þessari hröðu fólksaukningu. Í rauninni ætti kakan bara að stækka með allt þetta vinnandi fólk borgandi skatta en nýfrjálshyggjan hefur búið til kerfi þar sem fjármagnseigendur komast hjá því að borga skatta. Það er til dæmis út í hött á fjármagnstekjuskattur sé ekki bara reiknaður sem venjulegar tekjur. Þegar fyrirtæki eru aðeins rekin til að hámarka arðgreiðslur hluthafa og borga sem minnst í skatta og læstu launin, þar sem fólk fær sífellt minna í budduna á meðan framfærslukostnaður vex þá hrynur trú fólks á samfélaginu. Í slíku tómarúmi blómstrar popúlismi. Við getum brugðist við Ef við viljum stöðva þessa þróun getum við ekki lengur setið hjá. Hér eru lykilatriði sem við verðum að takast á við: Laga húsnæðismarkaðinn – byggja upp félagslegt húsnæði og óhagnaðardrifnar leiguleiðir. Endurskoða vaxtakerfið – tryggja að heimilin sitji ekki uppi með ósjálfbæra skuldabyrði. Stöðva útvistun lykilinnviða – halda grunnþjónustu í almannaeigu. Krefja fyrirtæki um samfélagslega ábyrgð – dreifa auð og styrkja innviði líkt og á gullöld velferðarinnar. Gera samfélagsmiðla ábyrga – draga úr umbun fyrir sundrungu og hatursorðræðu. Endurreisa samfélagssáttmálann með því að að tryggja sanngirni, traust og framtíð fyrir alla. Hlúa að fjölmenningarsamfélaginu með því að bjóða upp á rými þar sem fólk á samtal úr ólíkum hópum samfélagsins. Auka menntun í skólum og styðja við börn, sér í lagi fátæk börn svo þau fái jöfn tækifæri. Breyta áherslum löggæslunnar þannig að hún starfi í samfélögunum með fólkinu til að styðja við forvarnir (Community oriented policing). Það gagnast ekkert að fordæma Snorra, Farage eða Trump. Við töpum því stríði. Í staðinn verðum við að laga það sem veldur því að fólk upplifir efnahagslegt óöryggi, misskiptingu eða jaðarsetningu. Á sama tíma er ljóst að við verðum að vernda hina raunverulegu jaðarhópa sem verða fyrir barðinu á þessum popúlisma hvort sem það er hinsegin fólk eða innflytjendur. Þegar samfélagssáttmálinn molnar, grípa öfgaflokkar og popúlistar tækifærið. Ef við styrkjum hann aftur með sanngirni, húsnæði, jöfnuði og virku lýðræði, þá drögum við úr jarðvegi öfga og tryggjum að Ísland verði ekki næsta dæmi um samfélag sem sofnaði á verðinum. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun