Viðskipti erlent

Fram­kvæmda­stjóri Nestlé látinn fara í kjöl­far ástar­sam­bands

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Freixe neitaði því upphaflega að hafa átt í ástarsambandi við undirmann sinn.
Freixe neitaði því upphaflega að hafa átt í ástarsambandi við undirmann sinn. Getty/China News Service/Zhang Xiangyi

Laurent Freixe, framkvæmdastjóri Nestlé, hefur verið látinn taka pokann sinn í kjölfar ástarsambands sem hann átti í við undirmann sinn. 

Paul Bulcke, stjórnarformaður fyrirtækisins, fór fyrir rannsókn á málinu þar sem niðurstaðan varð sú að Freixe hefði brotið gegn reglum fyrirtækisins, meðal annars með því að greina ekki frá sambandinu.

„Þetta var nauðsynlegt ákvörðun,“ saðgi Bulcke í yfirlýsingu en Freixe hefur starfað hjá fyrirtækinu í 40 ár. „Gildi og stjórnarhættir Nestlé eru stoðir fyrirtækisins. Ég þakka Laurent fyrir áratuga starf hans.“

Philipp Navratil hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í stað Freixe en hann hóf störf hjá Nestlé árið 2001, sem innri endurskoðandi.

Nestlé á meðal annars vörumerkin Nespresso, KitKat og Häagen-Dazs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×